Lífið

Diskóljósin tendruð í Zumba partýi

Á laugardaginn var haldið vikulegt Zumba partý í Gamla salnum í Valsheimilinu að Hlíðarenda. Þessi partý eru nokkuð þekkt fyrir að vera kraftmikil og skemmtileg en á laugardaginn var enn meira gefið í.

Diskóljósin voru tendruð og Heiðar Austmann dagskrárgerðarmaður á FM957 stjórnaði tónlistinni. Um 140 gestir mættu í partýið og það var tekið vel á því. Zumba kennararnir Jóhann Örn Ólafsson, Thea og Hrafnhildur leiddu dansinn. „Það var sérstaklega vel mætt á laugardaginn og mér sýndust allir koma brosandi inn en svifu svo í sæluvímu út. Zumba er nefnilega ekki hefðbundinn danstími, við erum ekki í líkamsræktarstöð heldur bjóðum við í partý. Þess vegna dansa allir með gleðina í fyrirrúmi frekar en einhver spor og af sömu ástæðu brennir fólk mjög mörgum kaloríum og svitnar vel,“ segir Jóhann Örn.

Myndbandið segir sína sögu og ef einhver heillast og vill mæta til að prófa þá eru partý á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 19 15 til og með 6. júní og allir velkomnir. Allar upplýsingar er hér : www.dansogjoga.is / www.facebook.com/zumba.dansogjoga.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.