Lífið

Chris P. Bacon kominn með útgáfusamning

Chris P. Bacon er sprækur í hjólastólnum sínum.
Chris P. Bacon er sprækur í hjólastólnum sínum.

Lamaði gríslingurinn Chris P. Bacon sem sló í gegn á Youtube í febrúar sl. er nú kominn með bókaútgáfusamning. Bacon eignaðist þúsundir aðdáenda þegar eigandi hans birti myndbönd af honum á Youtube í heimagerðum hjólastól, en grísinn er lamaður að hluta til.

Eigandi Bacon er dýralæknir en honum áskotnaðist gríslingurinn þegar hann var nýlega fæddur. Bacon er með fötlun sem leiðir til þess að hann getur ekki notað afturlappirnar og í stað þess að lóga honum ákvað eigandinn að útbúa fyrir hann sérhannaðan hjólastól svo að hann gæti hreyft sig upp á eigin spítur.

„Hann telur sig ekki vera svín, og hvað þá fatlaðan," segir Lucero, eigandi Bacon. „Hann heldur að hann sé mennskur. Ef hann hefði fjórar lappir væri hann kjöltugrís."

Lucero segir Bacon elska athyglina, en hún ætti að aukast nokkuð næsta haust þegar Lucero hyggst gefa út bók þar sem Chris P. Bacon verður aðalsöguhetjan.

Síðan Bacon varð frægur hefur hann tekið þátt í því að safna peningum í þágu fatlaðra barna. Eigandi Bacon vonast til þess að geta stofnað samtök í nafni Bacon í þessum sama tilgangi.

En hvar sér Lucero gríslinginn fyrir sér í framtíðinni? Að sjálfsögðu þar sem önnur frábær svín eiga heima: Á stóra tjaldinu.

Nánar má lesa um gríslinginn á vef Today.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.