Innlent

Svikahrappar hringja í grunlaust fólk

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fólk er beðið um að bregðast ekki við ábendingum svikahrappanna.
Fólk er beðið um að bregðast ekki við ábendingum svikahrappanna. Mynd/ Getty.
Nokkrir höfðu samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og tilkynntu um að hafa fengið grunsamleg símtöl frá Indlandi í gær, þar sem boðist var til að laga tölvu viðkomandi.

Svikahrapparnir sögðust vera frá Microsoft og séu að hringja vegna víruss í tölvu viðtakanda.

Um er að ræða þekkt svindl og lögreglan segir á fésbókarsíðu sinni að mikilvægt sé að gera alls ekki eins og hrapparnir biðja um, enda hætta á að elstu og yngstu notendurnir falli fyrir slíku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×