Innlent

Bæjarstjórn Kópavogs hafði betur í boccia

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lið Kópavogs hafði betur þegar bæjarstjórn Kópavogs og bæjarstjórn Garðabæjar öttu kappi í boccia í Gjábakka, félagsheimili aldraðra í Kópavogi, í dag. Athygli vekur að lið Kópavogsbæjar var fullskipað bæjarfulltrúum en lið Garðabæjar var skipað bæjarstjóranum og þremur starfsmönnum bæjarins. Þó er ekkert vitað um það hvaða áhrif það hefur haft á úrslit keppninnar.

Gjábakki fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir með veglegri dagskrá og er boccia keppnin hluti af henni. Handverkssýningar eldri borgara verða á sínum stað í Gjábakka, Gullsmára og í Boðanum um helgina, eftir því sem fram kemur á vef bæjarins.

Liðin voru skipuð svona:

Kópavogur:

Ármann Kr. Ólafsson

Rannveig Ásgeirsdóttir

Pétur Ólafsson

Ólafur Þór Gunnarsson

Garðabær:

Gunnar Einarsson

Sturla Þorsteinsson

Kári Jónsson

Margrét Njörk Svavarsdóttir



Gunnar Einarsson, bæjarstóri Garðabæjar, einbeittur á svip og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, fylgist áhugasamur með. Mynd/ Vilhelm.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×