Innlent

Björgunarfólk aðstoðar ungmenni á Esju

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Mynd úr safni
Björgunarsveitin Kyndill í Mosfellsbæ var kölluð út um klukkan 22 í kvöld til að aðstoða ungmenni um tvítugt á Esju sem þorðu ekki niður klettana.

Sjö manna flokkur björgunarmanna er sagður á leiðinni upp til að aðstoða þau og er gert ráð fyrir að flokkurinn nái til þeirra á næstu mínútum. Veður er gott á staðnum og ekki er talið að nein hætta sé á ferðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×