Formaður Heimdallar tekur harðri gagnrýni með stóískri ró 11. maí 2013 15:49 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var meðal annars uppnefnd snobbtík. „Ég tek þessu nú með stóískri ró,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður Heimdallar, en hún var harðlega gagnrýnd víða á samfélagssíðum í gær sem og í ummælakerfum fréttasíðna. Ástæðan er viðtal við Áslaugu Örnu sem birtist í Fréttatímanum í gær en þar var hún spurð hvað henni þætti um það að áfengisverslun ríkisins væri lokuð á sunnudögum, en ástæðan mun vera sú að það er helgidagur þjóðkirkjunnar. Þar sagði Áslaug meðal annars að fólk ætti að geta fengið sér hvítvín með humrinum eða rauðvín með steikinni. Netverjar gagnrýndu hana harðlega, meðal annars fyrir ranga forgagnsröðun. Það voru útvarpsmennirnir Kristján og Ósk á FM 957 sem ræddu við Áslaugu í dagskráliðnum „Ofsareiði vikunnar“ í morgun. Þar lýsti Áslaug Arna því að blaðamaður hefði hringt í sig og innt hana eftir afstöðu í málinu varðandi léttvín í verslunum, sem Ungir Sjálfstæðismenn hafa barist lengi fyrir. „Og ég svaraði bara eins og mér fannst, og fólk hefur eitthvað verið að væla yfir þessu. Meðal annars yfir forgangsröðuninni. Kannski hefði ég bara átt að svara einhverju um skuldamál heimilanna,“ sagði Áslaug Arna. Hún sagði viðbrögðin hafa komið sér töluvert á óvart, ekki síst vegna þess að hún telur að það sé nokkuð þverpólitísk sátt, allavega á meðal ungliðahreyfinga stjórnmálaflokkanna, að selja léttvín í verslunum. „Ég vildi samt óska þess að pólitísk umræða færi á hærra plan. Ég skrifaði raunar um það um daginn og þá varð fólk líka reitt og sakaði mig meðal annars um að vera ómálefnaleg. Nú er sama fólkið að skrifa ómálefnalega hluti um þetta mál,“ sagði Áslaug Arna. Og orðalagið var ljótt sem var notað um Áslaugu. Hún segist þó ekki taka það nærri sér. „Ég á nokkur uppáhaldsorð,“ sagði hún og sagði reyndar uppnefnið „hrunfreyja,“ vera í uppáhaldi hjá sér. „Svo var ég kölluð heilalaust sjálfstæðisfóstur, vitskert snobbtík og faggabarn,“ sagði Áslaug og bætti við: „Maður getur allavega hrósað fólki fyrir það sem því dettur í hug.“ Áslaug segir það einsýnt að fólk gagnrýni persónu hennar með þessum hætti því það sé ekki tilbúið til þess að rökræða um málefnið sjálft. „Það er bara óskandi að fólk geti rökrætt hluti á málefnalegum grundvelli,“ sagði hún svo. Hægt er að hlusta á viðtalið við hana hér fyrir ofan. Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
„Ég tek þessu nú með stóískri ró,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður Heimdallar, en hún var harðlega gagnrýnd víða á samfélagssíðum í gær sem og í ummælakerfum fréttasíðna. Ástæðan er viðtal við Áslaugu Örnu sem birtist í Fréttatímanum í gær en þar var hún spurð hvað henni þætti um það að áfengisverslun ríkisins væri lokuð á sunnudögum, en ástæðan mun vera sú að það er helgidagur þjóðkirkjunnar. Þar sagði Áslaug meðal annars að fólk ætti að geta fengið sér hvítvín með humrinum eða rauðvín með steikinni. Netverjar gagnrýndu hana harðlega, meðal annars fyrir ranga forgagnsröðun. Það voru útvarpsmennirnir Kristján og Ósk á FM 957 sem ræddu við Áslaugu í dagskráliðnum „Ofsareiði vikunnar“ í morgun. Þar lýsti Áslaug Arna því að blaðamaður hefði hringt í sig og innt hana eftir afstöðu í málinu varðandi léttvín í verslunum, sem Ungir Sjálfstæðismenn hafa barist lengi fyrir. „Og ég svaraði bara eins og mér fannst, og fólk hefur eitthvað verið að væla yfir þessu. Meðal annars yfir forgangsröðuninni. Kannski hefði ég bara átt að svara einhverju um skuldamál heimilanna,“ sagði Áslaug Arna. Hún sagði viðbrögðin hafa komið sér töluvert á óvart, ekki síst vegna þess að hún telur að það sé nokkuð þverpólitísk sátt, allavega á meðal ungliðahreyfinga stjórnmálaflokkanna, að selja léttvín í verslunum. „Ég vildi samt óska þess að pólitísk umræða færi á hærra plan. Ég skrifaði raunar um það um daginn og þá varð fólk líka reitt og sakaði mig meðal annars um að vera ómálefnaleg. Nú er sama fólkið að skrifa ómálefnalega hluti um þetta mál,“ sagði Áslaug Arna. Og orðalagið var ljótt sem var notað um Áslaugu. Hún segist þó ekki taka það nærri sér. „Ég á nokkur uppáhaldsorð,“ sagði hún og sagði reyndar uppnefnið „hrunfreyja,“ vera í uppáhaldi hjá sér. „Svo var ég kölluð heilalaust sjálfstæðisfóstur, vitskert snobbtík og faggabarn,“ sagði Áslaug og bætti við: „Maður getur allavega hrósað fólki fyrir það sem því dettur í hug.“ Áslaug segir það einsýnt að fólk gagnrýni persónu hennar með þessum hætti því það sé ekki tilbúið til þess að rökræða um málefnið sjálft. „Það er bara óskandi að fólk geti rökrætt hluti á málefnalegum grundvelli,“ sagði hún svo. Hægt er að hlusta á viðtalið við hana hér fyrir ofan.
Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent