Meðganga áhættuþáttur fyrir heimilisofbeldi Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 13. maí 2013 13:45 Þrjátíu prósent kvenna á Íslandi verða fyrir heimilsofbeldi á meðgöngunni. "Óhugnalega hátt hlutfall", segir forstöðukona Kvennaathvarfs. „Þessar tölur koma okkur ekki á óvart“, segir Sigþrúður Guðmundsdóttir forstöðukona Kvennaathvarfsins, en Fréttablaðið greindi frá því í dag að fimmta hver kona verður fyrir heimilisofbeldi á lífsleiðinni. Þrjátíu prósent þeirra verði fyrir ofbeldinu á meðan meðgöngu stendur. Sigþrúður segir barnshafandi konur leita í skjól til Kvennaathvarfsins á öllum tímum meðgöngunnar. Hlutfallið sé engu að síður óhugnalega hátt, sérstaklega á tímum þar sem sambandið ætti að vera að blómstra. Það séu jafnvel dæmi um að ofbeldið verði enn grófara á meðan konan er ófrísk. Ekki vitað hvort konurnar séu ófrískarAðspurð segir Sigþrúður úrræði fyrir konurnar vera í höndum félagsþjónustu og ljósmæðra. Þá sé mörgum vísað til Kvennaathvarfsins þar sem þær eru hýstar og þeim veitt ráðgjöf. ,,Þetta er hið versta mál. Það má ekki gleymast að heilsufar þungaðra kvenna er mjög mikilvægt þar sem það eru tvö líf í húfi. Aftur á móti spyrjum við konurnar ekki hvort þær séu ófrískar þegar þær koma til okkar og því vitum við ekki alltaf stöðuna á konum sem eru skemur komnar og sést ekki á.“ Ofbeldið kemur í ljós í mæðraskoðunumÁstþóra Kristinsdóttir, ljósmóðir, segir í viðtali við Fréttablaðið í dag að þrjátíu prósent kvenna, sem verði fyrir heimilisofbeldi, upplifi ofbeldið í fyrsta skipti á meðgöngunni. Nýjar verklagsreglur gera ráð fyrir að ljósmæður skimi fyrir ofbeldi í mæðraskoðunum. Þetta hefur leitt í ljós að ein af hverjum fimm barnshafandi konum hefur orðið fyrir ofbeldi. „Hrikalegar tölur“ segir Ástþóra. Gott að gengið sé beint til verksSigþrúður fagnar umræðunni og segir þróun verklagsreglanna vera ofboðslega mikilvæga. Það sé mjög ánægjulegt hversu hratt ljósmæður hafi brugðist við og gengið beint til verks. „Almennt tekur lengri tíma að slíta ofbeldissambandi heldur en fólki sem stendur utan við það finnst eðlilegt. Að viðurkenna ofbeldið er oft fyrsta skrefið.“ Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
„Þessar tölur koma okkur ekki á óvart“, segir Sigþrúður Guðmundsdóttir forstöðukona Kvennaathvarfsins, en Fréttablaðið greindi frá því í dag að fimmta hver kona verður fyrir heimilisofbeldi á lífsleiðinni. Þrjátíu prósent þeirra verði fyrir ofbeldinu á meðan meðgöngu stendur. Sigþrúður segir barnshafandi konur leita í skjól til Kvennaathvarfsins á öllum tímum meðgöngunnar. Hlutfallið sé engu að síður óhugnalega hátt, sérstaklega á tímum þar sem sambandið ætti að vera að blómstra. Það séu jafnvel dæmi um að ofbeldið verði enn grófara á meðan konan er ófrísk. Ekki vitað hvort konurnar séu ófrískarAðspurð segir Sigþrúður úrræði fyrir konurnar vera í höndum félagsþjónustu og ljósmæðra. Þá sé mörgum vísað til Kvennaathvarfsins þar sem þær eru hýstar og þeim veitt ráðgjöf. ,,Þetta er hið versta mál. Það má ekki gleymast að heilsufar þungaðra kvenna er mjög mikilvægt þar sem það eru tvö líf í húfi. Aftur á móti spyrjum við konurnar ekki hvort þær séu ófrískar þegar þær koma til okkar og því vitum við ekki alltaf stöðuna á konum sem eru skemur komnar og sést ekki á.“ Ofbeldið kemur í ljós í mæðraskoðunumÁstþóra Kristinsdóttir, ljósmóðir, segir í viðtali við Fréttablaðið í dag að þrjátíu prósent kvenna, sem verði fyrir heimilisofbeldi, upplifi ofbeldið í fyrsta skipti á meðgöngunni. Nýjar verklagsreglur gera ráð fyrir að ljósmæður skimi fyrir ofbeldi í mæðraskoðunum. Þetta hefur leitt í ljós að ein af hverjum fimm barnshafandi konum hefur orðið fyrir ofbeldi. „Hrikalegar tölur“ segir Ástþóra. Gott að gengið sé beint til verksSigþrúður fagnar umræðunni og segir þróun verklagsreglanna vera ofboðslega mikilvæga. Það sé mjög ánægjulegt hversu hratt ljósmæður hafi brugðist við og gengið beint til verks. „Almennt tekur lengri tíma að slíta ofbeldissambandi heldur en fólki sem stendur utan við það finnst eðlilegt. Að viðurkenna ofbeldið er oft fyrsta skrefið.“
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira