Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fram 1-1 Fylkir | Viðar bjargaði Fylki Sigmar Sigfússon á Laugardalsvelli skrifar 13. maí 2013 15:15 Mynd/Daníel Viðar Örn Kjartansson tryggði Fylki 1-1 jafntefli á móti Fram á Laugardalsvelli í annari umferð Pepsi deildar karla í kvöld. Leikurinn fór heldur rólega af stað í fyrri hálfleik og liðin sköpuðu sér fá færi. Töluverður vindur gerði mönnum erfitt fyrir og fjölmargar sendingar rötuðu ekki á samherja. Í seinni hálfleik var annað upp á teningnum. Kristinn Ingi Halldórsson kom inn af bekknum hjá Fram á 61. mínútu leiksins og var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn. Fjórum mínútum seinna átti hann ágætis sprett upp kantinn og lagði upp markið sem Lennon skoraði fyrir sína menn. Við markið virtust Fylkismenn vakna upp úr værum svefni og gáfu í. Þessi aukni kraftur drengjanna frá Árbænum skilaði sér í frábæru marki. Gamla kempan Tryggvi Guðmundsson átti þá góða sendingu inn á teig frá vinstri kanti, á kollinn á Viðari Erni, sem skoraði með skalla á 87. mínútu leiksins. Flott mark hjá Selfyssingnum knáa. Eftir þetta jöfnunarmark Fylkis færðist mikil spenna í leikinn. Fylkismenn töldu sig hafa skorað mark þegar Heiðar Geir Júlíusson tæklaði boltann í netið en Guðmundur Ársæll dæmdi markið af. Jafntefli líklega sanngjörn niðurstaða þó bæði lið séu svekkt með aðeins eitt stig. Framarar hafa fjögur stig eftir tvo leiki en stigið var það fyrsta hjá Árbæingum í sumar. Viðar Örn: Tryggvi einbeitir sér að stoðsendingunum„Það var ekkert að gerast fyrr en við fáum á okkur markið eftir barnaleg mistök. Það var eins og við hefðum gengið klip í bakið og loksins byrjað að ógna þeim,“ sagði markaskorarinn Viðar Örn Kjartansson. „Það er auðvitað gott að ná jafntefli eftir að hafa verið undir en samt er ég ósáttur að við höfum ekki náð að stela þessu,“ sagði Viðar sem er kominn með tvö mörk í tveimur leikjum. Aðspurður hvað Tryggva Guðmundssyni fyndist um að einhver annar sæi um að skora mörkin hló Viðar: „Hann er bara ánægður með þetta enda finnst honum gaman að leggja það upp. Hann sagði mér það inni í klefa áðan. Hann er kominn með markametið og ætlar að bæta stoðsendingametið.“ Steven Lennon: Ég hef ekkert að sanna„Þeir settu okkur undir pressu í seinni hálfleiknum. Það gerðist ítrekað síðustu tvö tímabil og ef við ætlum okkur hluti í deildinni þurfum við að hætta að fá á okkur mörk undir lokin,“ sagði Steven Lennon markaskorari Fram. Lennon kom Fram yfir á 65. mínútu en í kjölfarið blésu Fylkismenn til sóknar. „Vindurinn hafði sitt að segja en ef við hefðum sett 5% meiri orku í leikinn hefðum við líklega landað sigri. “ Steven Lennon átti frábært undirbúningstímabil í fyrra en meiðsli plöguðu hann á tímabilinu sjálfu þar sem Framarar stóðu ekki undir væntingum. „Persónulega tel ég mig ekki hafa neitt að sanna. Undirbúningstímabilið í fyrra gekk mjög vel en svo hef ég glímt lengi við meiðsli. Nú virðist ég vera að komast á ról,“ segir Lennon. Nú sé engin pressa á Frömurum. „Það var pressa á okkur í fyrra en nú reikna flestir með því að við verðum í neðri hlutanum. Við þurfum ekki að sanna okkur fyrir neinum heldur bara einbeita okkur að leiknum,“ sagði Skotinn. Þorvaldur: Spurning hvort við áttum að fá víti„Það er spurning hvort við hefðum átt að fá víti þegar Sverrir Garðarsson fer í Hólmbert. Hann fór ekki niður en Sverrir fær samt sem áður gult spjald. Við fengum ágætis sókn úr þessu og áttum að klára leikinn þá,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, eftir leik. „Vinnslan var góð og við vorum duglegir. Við náðum aldrei almennilegu spili því Fylkismenn lágu aftarlega á vellinum,“ sagði Þorvaldur. „Úr því sem komið var er ég sáttur með stigið hérna í kvöld.“ Ásmundur: Ekki sáttur við eitt stig„Sigurinn hefði geta dottið báðum megin en mér fannst við eiga fleiri möguleika. Mér fannst líka að við hefðum átt að fá víti sem ekki var dæmt og þá var mark sem átti að standa ekki dæmt. Miðað við það er maður ekki sáttur við eitt stig hérna í kvöld,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, eftir leik.Mynd/Daníel Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Sjá meira
Viðar Örn Kjartansson tryggði Fylki 1-1 jafntefli á móti Fram á Laugardalsvelli í annari umferð Pepsi deildar karla í kvöld. Leikurinn fór heldur rólega af stað í fyrri hálfleik og liðin sköpuðu sér fá færi. Töluverður vindur gerði mönnum erfitt fyrir og fjölmargar sendingar rötuðu ekki á samherja. Í seinni hálfleik var annað upp á teningnum. Kristinn Ingi Halldórsson kom inn af bekknum hjá Fram á 61. mínútu leiksins og var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn. Fjórum mínútum seinna átti hann ágætis sprett upp kantinn og lagði upp markið sem Lennon skoraði fyrir sína menn. Við markið virtust Fylkismenn vakna upp úr værum svefni og gáfu í. Þessi aukni kraftur drengjanna frá Árbænum skilaði sér í frábæru marki. Gamla kempan Tryggvi Guðmundsson átti þá góða sendingu inn á teig frá vinstri kanti, á kollinn á Viðari Erni, sem skoraði með skalla á 87. mínútu leiksins. Flott mark hjá Selfyssingnum knáa. Eftir þetta jöfnunarmark Fylkis færðist mikil spenna í leikinn. Fylkismenn töldu sig hafa skorað mark þegar Heiðar Geir Júlíusson tæklaði boltann í netið en Guðmundur Ársæll dæmdi markið af. Jafntefli líklega sanngjörn niðurstaða þó bæði lið séu svekkt með aðeins eitt stig. Framarar hafa fjögur stig eftir tvo leiki en stigið var það fyrsta hjá Árbæingum í sumar. Viðar Örn: Tryggvi einbeitir sér að stoðsendingunum„Það var ekkert að gerast fyrr en við fáum á okkur markið eftir barnaleg mistök. Það var eins og við hefðum gengið klip í bakið og loksins byrjað að ógna þeim,“ sagði markaskorarinn Viðar Örn Kjartansson. „Það er auðvitað gott að ná jafntefli eftir að hafa verið undir en samt er ég ósáttur að við höfum ekki náð að stela þessu,“ sagði Viðar sem er kominn með tvö mörk í tveimur leikjum. Aðspurður hvað Tryggva Guðmundssyni fyndist um að einhver annar sæi um að skora mörkin hló Viðar: „Hann er bara ánægður með þetta enda finnst honum gaman að leggja það upp. Hann sagði mér það inni í klefa áðan. Hann er kominn með markametið og ætlar að bæta stoðsendingametið.“ Steven Lennon: Ég hef ekkert að sanna„Þeir settu okkur undir pressu í seinni hálfleiknum. Það gerðist ítrekað síðustu tvö tímabil og ef við ætlum okkur hluti í deildinni þurfum við að hætta að fá á okkur mörk undir lokin,“ sagði Steven Lennon markaskorari Fram. Lennon kom Fram yfir á 65. mínútu en í kjölfarið blésu Fylkismenn til sóknar. „Vindurinn hafði sitt að segja en ef við hefðum sett 5% meiri orku í leikinn hefðum við líklega landað sigri. “ Steven Lennon átti frábært undirbúningstímabil í fyrra en meiðsli plöguðu hann á tímabilinu sjálfu þar sem Framarar stóðu ekki undir væntingum. „Persónulega tel ég mig ekki hafa neitt að sanna. Undirbúningstímabilið í fyrra gekk mjög vel en svo hef ég glímt lengi við meiðsli. Nú virðist ég vera að komast á ról,“ segir Lennon. Nú sé engin pressa á Frömurum. „Það var pressa á okkur í fyrra en nú reikna flestir með því að við verðum í neðri hlutanum. Við þurfum ekki að sanna okkur fyrir neinum heldur bara einbeita okkur að leiknum,“ sagði Skotinn. Þorvaldur: Spurning hvort við áttum að fá víti„Það er spurning hvort við hefðum átt að fá víti þegar Sverrir Garðarsson fer í Hólmbert. Hann fór ekki niður en Sverrir fær samt sem áður gult spjald. Við fengum ágætis sókn úr þessu og áttum að klára leikinn þá,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, eftir leik. „Vinnslan var góð og við vorum duglegir. Við náðum aldrei almennilegu spili því Fylkismenn lágu aftarlega á vellinum,“ sagði Þorvaldur. „Úr því sem komið var er ég sáttur með stigið hérna í kvöld.“ Ásmundur: Ekki sáttur við eitt stig„Sigurinn hefði geta dottið báðum megin en mér fannst við eiga fleiri möguleika. Mér fannst líka að við hefðum átt að fá víti sem ekki var dæmt og þá var mark sem átti að standa ekki dæmt. Miðað við það er maður ekki sáttur við eitt stig hérna í kvöld,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, eftir leik.Mynd/Daníel
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki