Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Valur 1-3 | Valur með fullt hús stiga Guðmundur Marinó Ingvarsson á Norðurálsvelli skrifar 13. maí 2013 15:17 Mynd/Daníel Valur sigraði ÍA 3-1 á Akranesi í kvöld. Er þetta fyrsti sigur Vals á Akranesi í átta ár en liðið er með fullt hús stiga eftir tvær umferðir en ÍA án stiga. Valur var 1-0 yfir í hálfleik. Valsmenn léku mjög vel við ákaflega erfiðar aðstæður á Akranesi. Völlurinn var góður en það var hávaðarok þvert á skáhallt á völlinn. Liðin áttu í erfiðleikum með að halda boltanum en gerðu bæði mjög vel í því að reyna að halda boltanum á jörðinni og spila góðan fótbolta. Liðin skiptust á hálffærum í upphafi leiks en Valur skoraði úr fyrsta opna færi leiksins. Iain Williamsson átti þá frábæra hornspyrnu sem Haukur Páll Sigurðsson skallaði auðveldlega í netið óvaldaður á markteig. Slakur varnarleikur hjá ÍA. Valsmenn voru mun betri aðilinn í fyrri hálfleik og fengu nokkur þokkaleg færi án þess þó að valda Páli Gísla Jónssyni miklum vandræðum. Það tók Val innan við þrjár mínútur að skora í seinni hálfleik. Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði af stuttu færi, aftur eftir góðan undirbúning Williamson. Það jók enn í vindinn er leið á seinni hálfleik og fengu Skagamenn vindinn meira í bakið. ÍA sótti í sig veðrið og náði nokkrum góðum sóknum á sama tíma og Valsmenn féllu full aftarlega á völlinn. Valsmenn voru þó fljótir að jafna sig og hófu að beita baneitruðum skyndisóknum. Upp úr einni slíkri skoraði James Hurst þegar aðeins fjórar mínútur voru til leiksloka en Valsmenn hefðu getað skorað fleiri mörk sitt hvoru megin við mark Hurst og áður en Þórður Birgisson minnkaði muninn á síðustu mínútu leiksins. Valur lék mjög vel í leiknum eins og áður segir og sýndi að liðið er með sterkt lið sem getur gert góða hluti í sumar. ÍA átti ágæta kafla í leiknum en liðið gjörtapaði baráttunni á miðjunni og átti undir högg að sækja eftir að Valur skoraði fyrsta mark leiksins. Magnús: Gekk þannig lagað allt upp„Ég var mjög ánægður með mína menn í dag. Baráttan var frábær. Völlurinn var góður miðað við árstíma en aðstæður erfiðar, mikið rok og bætti í ef eitthvað var þegar leið á leikinn,“ sagði Magnús Gylfason þjálfari Vals eftir leikinn. „Uppleggið var að reyna að spila og halda boltanum á jörðinni og færa boltann á milli kanta og vera þolinmóðir. Svo skorum við snemma þannig að við gátum haldið okkar plani. Svo skorum við líka snemma í byrjun seinni hálfleiks þannig að það gekk allt upp þannig lagað séð. „Baráttan var fín og við reyndum að spila fótbolta við erfiðar aðstæður. Við náum í þrjú góð stig á útivelli. Það er erfitt að byrja á tveimur útileikjum en er geysilega ánægður að fá sex stig út úr því. „Vindurinn var aðeins á móti okkur í seinni hálfleik en það gerði þeim ekki auðvelt fyrir að spila upp í þetta en við færðumst aftar um miðbik seinni hálfleiks. Við misstum tökin á því sem við vorum að gera og náðum ekki að spila boltanum og menn fóru að þreytast og sparka boltanum langt en svo byrjum við aftur að senda boltann á milli sem er mikið auðveldara í svona roki og við gerðum það vel og kláruðum leikinn með stæl. „Þegar leið á og þeir fóru að hætta sér framar á völlinn náðum við að brjótast í gegnum þá en náðum ekki alveg að klára. Ég hefði vilja sjá menn gera betur einu sinni eða tvisvar,“ sagði Magnús um þau fjölmörgu færi sem Valur fékk í seinni hálfleik. „Við vorum gríðarlega sterkir á miðsvæðinu. Svona hafa þeir verið í mörgum leikjum í undirbúningnum og við höfum yfirleitt unnið miðjusvæðið. Það var mikill dugnaður í þeim og þeir voru alltaf mættir til að bjóða sig og vinna seinni boltann. Ég var mjög ánægður með allt liðið en miðjan var prímus mótorinn í liðinu og það þarf sérstaklega við þessar aðstæður. „Þjálfarar þola ekki að fá á sig mark þegar staðan er 3-0 og það er lítið eftir. Manni finnst alltaf sterkt að halda hreinu og þetta pirraði mig en það er ekkert við því að gera. Þeir dældu boltum inn í boxið og þessi datt fyrir þá,“ sagði Magnús um markið sem ÍA skoraði í lokin. Þórður: Þeir voru tilbúnir að berjast og tuddast„Þetta voru mjög slæm úrslit. Valsarar voru grimmari og vildu þetta meira en við, það var nokkuð ljóst,“ sagði Þórður Þórðarson þjálfari ÍA. „Þeir voru tilbúnir að fara út og berjast og tuddast. Þetta var ekki flottur fótbolti sem við sáum í dag en þeir tóku þetta. „Mér fannst við byrja leikinn heldur betur en þeir en svo fáum við þetta aulamark á okkur upp úr hornspyrnu sem við eigum ekki að fá á okkur. Svo setjum við upp nýtt leikplan í hálfleik en fáum það beint í andlitið þegar þeir skora í byrjun seinni hálfleik. Við vorum á eftir þeim allan leikinn þannig,“ sagði Þórður sem var sérstaklega ósáttur við að sjá sína menn standa og horfa á Hauk Pál skalla boltann í netið af fimm metra færi. „Við eigum ekki að fá mark á okkur úr föstu leikatriði, það er svo einfalt. Við eigum ekki að standa og bíða eftir boltanum. Við eigum að mæta og hamra hann í burtu. „Garðar æfði síðustu þrjá daga fyrir leikinn á fullu en svona er þetta. Þetta tók sig upp aftur og það er ekkert við því að gera,“ sagði Þórður um Garðar Bergmann Gunnlaugsson sem lék aðeins fyrstu 25 mínútur leiksins. „Við reyndum að spila 3-4-3 undir lokin. Við tökum séns, erum að tapa 2-0 og höfum engu að tapa. Það skiptir ekki máli hvort þú tapar 4-0 eða 2-0. Þú verður að taka sénsinn. Það þýðir ekki að sætta sig við að tapa, maður verður að taka áhættu og reyna að sækja sigurinn. „Valsmenn börðust meira en við þó mínir menn hafi barist á fullu. Þetta datt Valsmegin í dag, svona er þetta helvíti,“ sagði allt annað en bjartur Þórður í lokin. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Valur sigraði ÍA 3-1 á Akranesi í kvöld. Er þetta fyrsti sigur Vals á Akranesi í átta ár en liðið er með fullt hús stiga eftir tvær umferðir en ÍA án stiga. Valur var 1-0 yfir í hálfleik. Valsmenn léku mjög vel við ákaflega erfiðar aðstæður á Akranesi. Völlurinn var góður en það var hávaðarok þvert á skáhallt á völlinn. Liðin áttu í erfiðleikum með að halda boltanum en gerðu bæði mjög vel í því að reyna að halda boltanum á jörðinni og spila góðan fótbolta. Liðin skiptust á hálffærum í upphafi leiks en Valur skoraði úr fyrsta opna færi leiksins. Iain Williamsson átti þá frábæra hornspyrnu sem Haukur Páll Sigurðsson skallaði auðveldlega í netið óvaldaður á markteig. Slakur varnarleikur hjá ÍA. Valsmenn voru mun betri aðilinn í fyrri hálfleik og fengu nokkur þokkaleg færi án þess þó að valda Páli Gísla Jónssyni miklum vandræðum. Það tók Val innan við þrjár mínútur að skora í seinni hálfleik. Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði af stuttu færi, aftur eftir góðan undirbúning Williamson. Það jók enn í vindinn er leið á seinni hálfleik og fengu Skagamenn vindinn meira í bakið. ÍA sótti í sig veðrið og náði nokkrum góðum sóknum á sama tíma og Valsmenn féllu full aftarlega á völlinn. Valsmenn voru þó fljótir að jafna sig og hófu að beita baneitruðum skyndisóknum. Upp úr einni slíkri skoraði James Hurst þegar aðeins fjórar mínútur voru til leiksloka en Valsmenn hefðu getað skorað fleiri mörk sitt hvoru megin við mark Hurst og áður en Þórður Birgisson minnkaði muninn á síðustu mínútu leiksins. Valur lék mjög vel í leiknum eins og áður segir og sýndi að liðið er með sterkt lið sem getur gert góða hluti í sumar. ÍA átti ágæta kafla í leiknum en liðið gjörtapaði baráttunni á miðjunni og átti undir högg að sækja eftir að Valur skoraði fyrsta mark leiksins. Magnús: Gekk þannig lagað allt upp„Ég var mjög ánægður með mína menn í dag. Baráttan var frábær. Völlurinn var góður miðað við árstíma en aðstæður erfiðar, mikið rok og bætti í ef eitthvað var þegar leið á leikinn,“ sagði Magnús Gylfason þjálfari Vals eftir leikinn. „Uppleggið var að reyna að spila og halda boltanum á jörðinni og færa boltann á milli kanta og vera þolinmóðir. Svo skorum við snemma þannig að við gátum haldið okkar plani. Svo skorum við líka snemma í byrjun seinni hálfleiks þannig að það gekk allt upp þannig lagað séð. „Baráttan var fín og við reyndum að spila fótbolta við erfiðar aðstæður. Við náum í þrjú góð stig á útivelli. Það er erfitt að byrja á tveimur útileikjum en er geysilega ánægður að fá sex stig út úr því. „Vindurinn var aðeins á móti okkur í seinni hálfleik en það gerði þeim ekki auðvelt fyrir að spila upp í þetta en við færðumst aftar um miðbik seinni hálfleiks. Við misstum tökin á því sem við vorum að gera og náðum ekki að spila boltanum og menn fóru að þreytast og sparka boltanum langt en svo byrjum við aftur að senda boltann á milli sem er mikið auðveldara í svona roki og við gerðum það vel og kláruðum leikinn með stæl. „Þegar leið á og þeir fóru að hætta sér framar á völlinn náðum við að brjótast í gegnum þá en náðum ekki alveg að klára. Ég hefði vilja sjá menn gera betur einu sinni eða tvisvar,“ sagði Magnús um þau fjölmörgu færi sem Valur fékk í seinni hálfleik. „Við vorum gríðarlega sterkir á miðsvæðinu. Svona hafa þeir verið í mörgum leikjum í undirbúningnum og við höfum yfirleitt unnið miðjusvæðið. Það var mikill dugnaður í þeim og þeir voru alltaf mættir til að bjóða sig og vinna seinni boltann. Ég var mjög ánægður með allt liðið en miðjan var prímus mótorinn í liðinu og það þarf sérstaklega við þessar aðstæður. „Þjálfarar þola ekki að fá á sig mark þegar staðan er 3-0 og það er lítið eftir. Manni finnst alltaf sterkt að halda hreinu og þetta pirraði mig en það er ekkert við því að gera. Þeir dældu boltum inn í boxið og þessi datt fyrir þá,“ sagði Magnús um markið sem ÍA skoraði í lokin. Þórður: Þeir voru tilbúnir að berjast og tuddast„Þetta voru mjög slæm úrslit. Valsarar voru grimmari og vildu þetta meira en við, það var nokkuð ljóst,“ sagði Þórður Þórðarson þjálfari ÍA. „Þeir voru tilbúnir að fara út og berjast og tuddast. Þetta var ekki flottur fótbolti sem við sáum í dag en þeir tóku þetta. „Mér fannst við byrja leikinn heldur betur en þeir en svo fáum við þetta aulamark á okkur upp úr hornspyrnu sem við eigum ekki að fá á okkur. Svo setjum við upp nýtt leikplan í hálfleik en fáum það beint í andlitið þegar þeir skora í byrjun seinni hálfleik. Við vorum á eftir þeim allan leikinn þannig,“ sagði Þórður sem var sérstaklega ósáttur við að sjá sína menn standa og horfa á Hauk Pál skalla boltann í netið af fimm metra færi. „Við eigum ekki að fá mark á okkur úr föstu leikatriði, það er svo einfalt. Við eigum ekki að standa og bíða eftir boltanum. Við eigum að mæta og hamra hann í burtu. „Garðar æfði síðustu þrjá daga fyrir leikinn á fullu en svona er þetta. Þetta tók sig upp aftur og það er ekkert við því að gera,“ sagði Þórður um Garðar Bergmann Gunnlaugsson sem lék aðeins fyrstu 25 mínútur leiksins. „Við reyndum að spila 3-4-3 undir lokin. Við tökum séns, erum að tapa 2-0 og höfum engu að tapa. Það skiptir ekki máli hvort þú tapar 4-0 eða 2-0. Þú verður að taka sénsinn. Það þýðir ekki að sætta sig við að tapa, maður verður að taka áhættu og reyna að sækja sigurinn. „Valsmenn börðust meira en við þó mínir menn hafi barist á fullu. Þetta datt Valsmegin í dag, svona er þetta helvíti,“ sagði allt annað en bjartur Þórður í lokin.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira