Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Þór 3-0 | Gary Martin kominn í gang Sigmar Sigfússon á KR-velli skrifar 16. maí 2013 16:20 KR-ingar héldu sigurgöngu sinni áfram á KR-vellinum í kvöld þegar liðið vann þægilegan 3-0 sigur á Þór í 3. umferð Pepsi-deild karla í fótbolta. KR er búið að vinna fyrstu þrjá leiki sína á Íslandsmótinu en nýliðar Þórsara eru stigalausir eftir þrjá leiki. Umfjöllun og viðtöl: KR- þór 3 - 0 | Gary Martin kominn í gang Gary Martin átti stórleik fyrir KR-inga þegar þeir unnu þægilegan 3-0 sigur á Þór í Frostaskjólinu í kvöld. Martin skoraði annað mark þeirra röndóttu í kvöld og lagði það þriðja upp. Leikurinn fór fjörlega af stað en fyrsta markið kom eftir aðeins sjö mínútur . Atli Sigurjónsson tók hornspyrnu sem hafnaði á kollinum á Baldri Sigurðssyni sem skoraði ágætis mark. Eftir markið virtust heimamenn eflast töluvert og áttu góðar sóknir sem skiluðu þó litlu. Þórsarar áttu ágætis spretti í hálfleiknum en gekk illa að skapa sér færi Vindurinn gerði mönnum erfitt fyrir og margar sendingar fóru forgörðum. Heimamenn komu grimmir til leiks í seinni hálfleik og stjórnuðu leiknum nánast allan hálfleikinn. Á 53. mínútu átti Óskar Örn fína sendingu á Emil Atlason sem tók hann snyrtilega á kassann, lagði boltann á Martin sem smellti honum neðst í hornið. KR-ingar komnir í 2-0. Þórsarar áttu erfitt uppdráttar þegar þarna var komið við sögu. KR-ingar gengu á lagið og kom Martin aftur við sögu. Hann átti góða stungusendingu inn fyrir vörn Þórs á Ólafsvíkinginn Þorstein Má Ragnarsson sem skoraði þriðja og síðasta mark Vesturbæinga. KR-ingar halda áfram á sigurbraut og eru með níu stig eftir þrjá leiki. Þór er enn stigalaust eftir fyrstu þrjár umferðir.Rúnar: Ekki öruggt hjá okkurRúnar Kristinsson, þjálfari KR-inga var að vonum ánægður með sína menn í kvöld en vildi ekki ganga svo langt að skrá þetta sem öruggan sigur. „Þetta var ekki öruggur sigur hjá okkur í kvöld. Við skoruðum snemma í leiknum og þá hélt ég að við myndum vera einbeittir og bæta við okkur fyrr, en við gerðum það ekki,“ sagði Rúnar og bætti við: „Við áttum margar slakar sendingar og hleyptum þeim inn í leikinn. Full mikil örvænting og stress í okkar leik þótt við værum einu marki yfir.“ „Það er mikill léttir fyrir okkur að fá Gary í gang og svo skoraði Þorsteinn líka. Það er mikið ánægjuefni að margir séu að skora fyrir okkur.“ „Það vilja allir þjálfarar vinna þá leiki sem þeir fara í og við erum búnir að vera heppnir að fá sigur í þeim öllum. En þetta er langt mót og við eigum erfiðan leik út í Eyjum í næstu umferð,“ sagði Rúnar að lokum.Páll Viðar: Vissum að þetta yrði erfitt„Ég vill meina að við höfum verið inni í leiknum í stöðunni 1-0 og héldum það út fram í hálfleik. En seinna markið gerir út um leikinn,“ sagði Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, í leikslok. „Við verðum að skipuleggja okkur betur í vörninni og við ætlum ekkert að gefast upp. Við erum með fullt af hæfileikaríkum einstaklingum innan okkar raða. Við verðum einfaldlega að búa til þannig aðstæður að þeir njóti sín betur og þá spila þeir betur.“ „Sjálfstraustið er ekki mikið þegar lið tapa þremur fyrstu leikjunum en að sama skapi er það ekkert leyndarmál að við erum að fara í erfiðan pakka. En það er nóg eftir af mótinu og við eigum leik strax á mánudag og við verðum vonandi klárir í þann leik.“ „Mjög sterkt KR lið var skynsamara en við í dag og nýttu sér okkar mistök,“ sagði Páll Viðar að lokum.Jónas Guðni: Man ekki eftir færi hjá þeim„Þórsarar voru þéttir og vörðust vel en við vorum það líka og héldum hreinu og vorum beittir fram á við,“ sagði Jónas Guðni Sævarsson, miðjumaður KR. „Þetta var aldrei í hættu hjá okkur og ég man ekki eftir færi hjá þeim.“ „Það er frábært að fá Gary og Þorstein inn í þetta. Þeir eru farnir að skora sem eykur sjálfstraustið hjá okkur,“ sagði Keflvíkingurinn Jónas Guðni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
KR-ingar héldu sigurgöngu sinni áfram á KR-vellinum í kvöld þegar liðið vann þægilegan 3-0 sigur á Þór í 3. umferð Pepsi-deild karla í fótbolta. KR er búið að vinna fyrstu þrjá leiki sína á Íslandsmótinu en nýliðar Þórsara eru stigalausir eftir þrjá leiki. Umfjöllun og viðtöl: KR- þór 3 - 0 | Gary Martin kominn í gang Gary Martin átti stórleik fyrir KR-inga þegar þeir unnu þægilegan 3-0 sigur á Þór í Frostaskjólinu í kvöld. Martin skoraði annað mark þeirra röndóttu í kvöld og lagði það þriðja upp. Leikurinn fór fjörlega af stað en fyrsta markið kom eftir aðeins sjö mínútur . Atli Sigurjónsson tók hornspyrnu sem hafnaði á kollinum á Baldri Sigurðssyni sem skoraði ágætis mark. Eftir markið virtust heimamenn eflast töluvert og áttu góðar sóknir sem skiluðu þó litlu. Þórsarar áttu ágætis spretti í hálfleiknum en gekk illa að skapa sér færi Vindurinn gerði mönnum erfitt fyrir og margar sendingar fóru forgörðum. Heimamenn komu grimmir til leiks í seinni hálfleik og stjórnuðu leiknum nánast allan hálfleikinn. Á 53. mínútu átti Óskar Örn fína sendingu á Emil Atlason sem tók hann snyrtilega á kassann, lagði boltann á Martin sem smellti honum neðst í hornið. KR-ingar komnir í 2-0. Þórsarar áttu erfitt uppdráttar þegar þarna var komið við sögu. KR-ingar gengu á lagið og kom Martin aftur við sögu. Hann átti góða stungusendingu inn fyrir vörn Þórs á Ólafsvíkinginn Þorstein Má Ragnarsson sem skoraði þriðja og síðasta mark Vesturbæinga. KR-ingar halda áfram á sigurbraut og eru með níu stig eftir þrjá leiki. Þór er enn stigalaust eftir fyrstu þrjár umferðir.Rúnar: Ekki öruggt hjá okkurRúnar Kristinsson, þjálfari KR-inga var að vonum ánægður með sína menn í kvöld en vildi ekki ganga svo langt að skrá þetta sem öruggan sigur. „Þetta var ekki öruggur sigur hjá okkur í kvöld. Við skoruðum snemma í leiknum og þá hélt ég að við myndum vera einbeittir og bæta við okkur fyrr, en við gerðum það ekki,“ sagði Rúnar og bætti við: „Við áttum margar slakar sendingar og hleyptum þeim inn í leikinn. Full mikil örvænting og stress í okkar leik þótt við værum einu marki yfir.“ „Það er mikill léttir fyrir okkur að fá Gary í gang og svo skoraði Þorsteinn líka. Það er mikið ánægjuefni að margir séu að skora fyrir okkur.“ „Það vilja allir þjálfarar vinna þá leiki sem þeir fara í og við erum búnir að vera heppnir að fá sigur í þeim öllum. En þetta er langt mót og við eigum erfiðan leik út í Eyjum í næstu umferð,“ sagði Rúnar að lokum.Páll Viðar: Vissum að þetta yrði erfitt„Ég vill meina að við höfum verið inni í leiknum í stöðunni 1-0 og héldum það út fram í hálfleik. En seinna markið gerir út um leikinn,“ sagði Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, í leikslok. „Við verðum að skipuleggja okkur betur í vörninni og við ætlum ekkert að gefast upp. Við erum með fullt af hæfileikaríkum einstaklingum innan okkar raða. Við verðum einfaldlega að búa til þannig aðstæður að þeir njóti sín betur og þá spila þeir betur.“ „Sjálfstraustið er ekki mikið þegar lið tapa þremur fyrstu leikjunum en að sama skapi er það ekkert leyndarmál að við erum að fara í erfiðan pakka. En það er nóg eftir af mótinu og við eigum leik strax á mánudag og við verðum vonandi klárir í þann leik.“ „Mjög sterkt KR lið var skynsamara en við í dag og nýttu sér okkar mistök,“ sagði Páll Viðar að lokum.Jónas Guðni: Man ekki eftir færi hjá þeim„Þórsarar voru þéttir og vörðust vel en við vorum það líka og héldum hreinu og vorum beittir fram á við,“ sagði Jónas Guðni Sævarsson, miðjumaður KR. „Þetta var aldrei í hættu hjá okkur og ég man ekki eftir færi hjá þeim.“ „Það er frábært að fá Gary og Þorstein inn í þetta. Þeir eru farnir að skora sem eykur sjálfstraustið hjá okkur,“ sagði Keflvíkingurinn Jónas Guðni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira