Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fram 1-1 Stefán Hirst Friðriksson á Vodafonevellinum skrifar 16. maí 2013 18:30 Valsmenn og Framarar gerðu 1-1 jafntefli í þriðju umferð Pepsi-deildarinnar á Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn fengu kjörið tækifæri til að tryggja sér sigurinn í lokin en Kristinn Freyr Sigurðsson skaut í stöngina úr vítaspyrnu sjö mínútum fyrir leikslok. Það var boðið upp á leik tveggja hálfleika á Hlíðarenda í kvöld en Framarar voru mun betri í fyrri hálfleiknum á meðan Valsmenn áttu allt í þeim síðari. Framarar mættu tilbúnir til leiks og sóttu þeir nokkuð hart að arfaslökum heimamönnum í fyrri hálfleiknum. Gestirnir náðu forystunni á 36. mínútu leiksins eftir skelfileg varnarmistök heimamanna. Þá náði Steven Lennon boltanum af Matarr Jobe nálægt vítaateignum, renndi honum á Hólmbert Aron Friðjónsson sem skilaði honum auðveldlega í netið. Jobe var svo skipt útaf fyrir Rúnar Má Sigurjónsson á 40.mínútu leiksins og sóttu Valsmenn aðeins í sig veðrið eftir það. Þeim tókst þó ekki að jafna metin og Framarar því yfir í hálfleik. Það voru allt aðrir Valsmenn sem mættu til leiks í síðari hálfleiknum og tók það þá ekki nema rúma mínútu til þess að jafna leikinn. Þá náði Kolbeinn Kárason að koma boltanum yfir línuna eftir góða fyrirgjöf frá vítateigshorninu. Valsmenn þjörmuðu vel að gestunum það sem eftir lifði leiks og fengu þeir gullið tækifæri til þess að klára leikinn á 83. mínútu þegar þeir fengu vítaspyrnu. Kristinn Freyr Sigurðsson steig á punktinn en skaut boltanum í stöngina. Valsmönnum tókst ekki að koma boltanum í netið á lokamínútunum og jafntefli því niðurstaðan.Það er hægt að sjá viðtölin með því að smella á tengilinn hér fyrir ofan.Magnús: Grátlegt að klára þetta ekki„Við erum mjög svekktir að hafa ekki klárað þennan leik eftir að hafa skorað svona snemma í seinni hálfleiknum. Við náðum að rífa okkur af rassgatinu eftir skelfilegan fyrri hálfleik sem var hreinlega ekki boðlegur," sagði Magnús. „Það var eitthvað andleysi hjá okkur og menn voru greinilega ekki klárir í slaginn í upphafi leiks. Ef þú mætir ekki tilbúinn í fótboltaleiki þá verðuru bara tekinn í bakaríið og það var staðreyndin í fyrri hálfleiknum," bætti Magnús við. „Við erum ánægðir með tvo útisigra í upphafi móts en þetta voru grátlega töpuð stig að mínu mati. Það er þétt leikið og ekkert hægt að svekkja sig á þessu. Við mætum klárir í næsta leik," sagði Magnús Gylfason, þjálfari Valsmanna í leikslok.Þorvaldur: Gáfum þeim ódýrt mark„Ég var mjög ánægður með fyrri hálfleikinn hjá okkur. Við vorum miklu betri á öllum sviðum fótboltans og var það nokkuð svekkjandi að vera ekki með stærri forystu í hálfleik. Það voru nokkur tækifæri í hálfleiknum sem við hefðum getað nýtt betur," sagði Þorvaldur. „Við vorum slakir í síðari hálfleiknum og gáfum þeim ódýrt mark strax í upphafi hálfleiksins. Við hleypum þeim inn í leikinn með þessu marki og erum að elta eftir það. Við héldum þó út og hefðum getað klárað leikinn undir lokin ef dómarinn hefði verið vakandi og dæmt vítaspyrnu," sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram í lok leiks.Haukur Páll: Tökum það jákvæða úr þessum leik„Við komum daufir inn í leikinn og það gengur ekki í þessari deild. Við rifum okkur upp í seinni hálfleiknum og hefði ég viljað taka þessi þrjú stig miðað við hvernig þetta þróaðist," sagði Haukur Páll. „Þetta var svart og hvítt þessir hálfleikar hjá okkur og veit ég ekki skýringuna á frammistöðu okkar í fyrri hálfleiknum. „Við breyttum um leikskipulag í hálfleik og Maggi gerði tilfærslur í liðinu sem virkuðu vel. Við tökum það jákvæða úr þessum leik og er það klárlega allur seinni hálfleikurinn," bætti Haukur Páll við. „Þó að mér finnist við hafa tapað tveimur stigum hérna í kvöld þá erum við bara nokkuð sáttir við byrjunina á mótinu," sagði Haukur Páll Sigurðsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Valsmenn og Framarar gerðu 1-1 jafntefli í þriðju umferð Pepsi-deildarinnar á Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn fengu kjörið tækifæri til að tryggja sér sigurinn í lokin en Kristinn Freyr Sigurðsson skaut í stöngina úr vítaspyrnu sjö mínútum fyrir leikslok. Það var boðið upp á leik tveggja hálfleika á Hlíðarenda í kvöld en Framarar voru mun betri í fyrri hálfleiknum á meðan Valsmenn áttu allt í þeim síðari. Framarar mættu tilbúnir til leiks og sóttu þeir nokkuð hart að arfaslökum heimamönnum í fyrri hálfleiknum. Gestirnir náðu forystunni á 36. mínútu leiksins eftir skelfileg varnarmistök heimamanna. Þá náði Steven Lennon boltanum af Matarr Jobe nálægt vítaateignum, renndi honum á Hólmbert Aron Friðjónsson sem skilaði honum auðveldlega í netið. Jobe var svo skipt útaf fyrir Rúnar Má Sigurjónsson á 40.mínútu leiksins og sóttu Valsmenn aðeins í sig veðrið eftir það. Þeim tókst þó ekki að jafna metin og Framarar því yfir í hálfleik. Það voru allt aðrir Valsmenn sem mættu til leiks í síðari hálfleiknum og tók það þá ekki nema rúma mínútu til þess að jafna leikinn. Þá náði Kolbeinn Kárason að koma boltanum yfir línuna eftir góða fyrirgjöf frá vítateigshorninu. Valsmenn þjörmuðu vel að gestunum það sem eftir lifði leiks og fengu þeir gullið tækifæri til þess að klára leikinn á 83. mínútu þegar þeir fengu vítaspyrnu. Kristinn Freyr Sigurðsson steig á punktinn en skaut boltanum í stöngina. Valsmönnum tókst ekki að koma boltanum í netið á lokamínútunum og jafntefli því niðurstaðan.Það er hægt að sjá viðtölin með því að smella á tengilinn hér fyrir ofan.Magnús: Grátlegt að klára þetta ekki„Við erum mjög svekktir að hafa ekki klárað þennan leik eftir að hafa skorað svona snemma í seinni hálfleiknum. Við náðum að rífa okkur af rassgatinu eftir skelfilegan fyrri hálfleik sem var hreinlega ekki boðlegur," sagði Magnús. „Það var eitthvað andleysi hjá okkur og menn voru greinilega ekki klárir í slaginn í upphafi leiks. Ef þú mætir ekki tilbúinn í fótboltaleiki þá verðuru bara tekinn í bakaríið og það var staðreyndin í fyrri hálfleiknum," bætti Magnús við. „Við erum ánægðir með tvo útisigra í upphafi móts en þetta voru grátlega töpuð stig að mínu mati. Það er þétt leikið og ekkert hægt að svekkja sig á þessu. Við mætum klárir í næsta leik," sagði Magnús Gylfason, þjálfari Valsmanna í leikslok.Þorvaldur: Gáfum þeim ódýrt mark„Ég var mjög ánægður með fyrri hálfleikinn hjá okkur. Við vorum miklu betri á öllum sviðum fótboltans og var það nokkuð svekkjandi að vera ekki með stærri forystu í hálfleik. Það voru nokkur tækifæri í hálfleiknum sem við hefðum getað nýtt betur," sagði Þorvaldur. „Við vorum slakir í síðari hálfleiknum og gáfum þeim ódýrt mark strax í upphafi hálfleiksins. Við hleypum þeim inn í leikinn með þessu marki og erum að elta eftir það. Við héldum þó út og hefðum getað klárað leikinn undir lokin ef dómarinn hefði verið vakandi og dæmt vítaspyrnu," sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram í lok leiks.Haukur Páll: Tökum það jákvæða úr þessum leik„Við komum daufir inn í leikinn og það gengur ekki í þessari deild. Við rifum okkur upp í seinni hálfleiknum og hefði ég viljað taka þessi þrjú stig miðað við hvernig þetta þróaðist," sagði Haukur Páll. „Þetta var svart og hvítt þessir hálfleikar hjá okkur og veit ég ekki skýringuna á frammistöðu okkar í fyrri hálfleiknum. „Við breyttum um leikskipulag í hálfleik og Maggi gerði tilfærslur í liðinu sem virkuðu vel. Við tökum það jákvæða úr þessum leik og er það klárlega allur seinni hálfleikurinn," bætti Haukur Páll við. „Þó að mér finnist við hafa tapað tveimur stigum hérna í kvöld þá erum við bara nokkuð sáttir við byrjunina á mótinu," sagði Haukur Páll Sigurðsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira