Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fram 1-1 Stefán Hirst Friðriksson á Vodafonevellinum skrifar 16. maí 2013 18:30 Valsmenn og Framarar gerðu 1-1 jafntefli í þriðju umferð Pepsi-deildarinnar á Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn fengu kjörið tækifæri til að tryggja sér sigurinn í lokin en Kristinn Freyr Sigurðsson skaut í stöngina úr vítaspyrnu sjö mínútum fyrir leikslok. Það var boðið upp á leik tveggja hálfleika á Hlíðarenda í kvöld en Framarar voru mun betri í fyrri hálfleiknum á meðan Valsmenn áttu allt í þeim síðari. Framarar mættu tilbúnir til leiks og sóttu þeir nokkuð hart að arfaslökum heimamönnum í fyrri hálfleiknum. Gestirnir náðu forystunni á 36. mínútu leiksins eftir skelfileg varnarmistök heimamanna. Þá náði Steven Lennon boltanum af Matarr Jobe nálægt vítaateignum, renndi honum á Hólmbert Aron Friðjónsson sem skilaði honum auðveldlega í netið. Jobe var svo skipt útaf fyrir Rúnar Má Sigurjónsson á 40.mínútu leiksins og sóttu Valsmenn aðeins í sig veðrið eftir það. Þeim tókst þó ekki að jafna metin og Framarar því yfir í hálfleik. Það voru allt aðrir Valsmenn sem mættu til leiks í síðari hálfleiknum og tók það þá ekki nema rúma mínútu til þess að jafna leikinn. Þá náði Kolbeinn Kárason að koma boltanum yfir línuna eftir góða fyrirgjöf frá vítateigshorninu. Valsmenn þjörmuðu vel að gestunum það sem eftir lifði leiks og fengu þeir gullið tækifæri til þess að klára leikinn á 83. mínútu þegar þeir fengu vítaspyrnu. Kristinn Freyr Sigurðsson steig á punktinn en skaut boltanum í stöngina. Valsmönnum tókst ekki að koma boltanum í netið á lokamínútunum og jafntefli því niðurstaðan.Það er hægt að sjá viðtölin með því að smella á tengilinn hér fyrir ofan.Magnús: Grátlegt að klára þetta ekki„Við erum mjög svekktir að hafa ekki klárað þennan leik eftir að hafa skorað svona snemma í seinni hálfleiknum. Við náðum að rífa okkur af rassgatinu eftir skelfilegan fyrri hálfleik sem var hreinlega ekki boðlegur," sagði Magnús. „Það var eitthvað andleysi hjá okkur og menn voru greinilega ekki klárir í slaginn í upphafi leiks. Ef þú mætir ekki tilbúinn í fótboltaleiki þá verðuru bara tekinn í bakaríið og það var staðreyndin í fyrri hálfleiknum," bætti Magnús við. „Við erum ánægðir með tvo útisigra í upphafi móts en þetta voru grátlega töpuð stig að mínu mati. Það er þétt leikið og ekkert hægt að svekkja sig á þessu. Við mætum klárir í næsta leik," sagði Magnús Gylfason, þjálfari Valsmanna í leikslok.Þorvaldur: Gáfum þeim ódýrt mark„Ég var mjög ánægður með fyrri hálfleikinn hjá okkur. Við vorum miklu betri á öllum sviðum fótboltans og var það nokkuð svekkjandi að vera ekki með stærri forystu í hálfleik. Það voru nokkur tækifæri í hálfleiknum sem við hefðum getað nýtt betur," sagði Þorvaldur. „Við vorum slakir í síðari hálfleiknum og gáfum þeim ódýrt mark strax í upphafi hálfleiksins. Við hleypum þeim inn í leikinn með þessu marki og erum að elta eftir það. Við héldum þó út og hefðum getað klárað leikinn undir lokin ef dómarinn hefði verið vakandi og dæmt vítaspyrnu," sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram í lok leiks.Haukur Páll: Tökum það jákvæða úr þessum leik„Við komum daufir inn í leikinn og það gengur ekki í þessari deild. Við rifum okkur upp í seinni hálfleiknum og hefði ég viljað taka þessi þrjú stig miðað við hvernig þetta þróaðist," sagði Haukur Páll. „Þetta var svart og hvítt þessir hálfleikar hjá okkur og veit ég ekki skýringuna á frammistöðu okkar í fyrri hálfleiknum. „Við breyttum um leikskipulag í hálfleik og Maggi gerði tilfærslur í liðinu sem virkuðu vel. Við tökum það jákvæða úr þessum leik og er það klárlega allur seinni hálfleikurinn," bætti Haukur Páll við. „Þó að mér finnist við hafa tapað tveimur stigum hérna í kvöld þá erum við bara nokkuð sáttir við byrjunina á mótinu," sagði Haukur Páll Sigurðsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Valsmenn og Framarar gerðu 1-1 jafntefli í þriðju umferð Pepsi-deildarinnar á Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn fengu kjörið tækifæri til að tryggja sér sigurinn í lokin en Kristinn Freyr Sigurðsson skaut í stöngina úr vítaspyrnu sjö mínútum fyrir leikslok. Það var boðið upp á leik tveggja hálfleika á Hlíðarenda í kvöld en Framarar voru mun betri í fyrri hálfleiknum á meðan Valsmenn áttu allt í þeim síðari. Framarar mættu tilbúnir til leiks og sóttu þeir nokkuð hart að arfaslökum heimamönnum í fyrri hálfleiknum. Gestirnir náðu forystunni á 36. mínútu leiksins eftir skelfileg varnarmistök heimamanna. Þá náði Steven Lennon boltanum af Matarr Jobe nálægt vítaateignum, renndi honum á Hólmbert Aron Friðjónsson sem skilaði honum auðveldlega í netið. Jobe var svo skipt útaf fyrir Rúnar Má Sigurjónsson á 40.mínútu leiksins og sóttu Valsmenn aðeins í sig veðrið eftir það. Þeim tókst þó ekki að jafna metin og Framarar því yfir í hálfleik. Það voru allt aðrir Valsmenn sem mættu til leiks í síðari hálfleiknum og tók það þá ekki nema rúma mínútu til þess að jafna leikinn. Þá náði Kolbeinn Kárason að koma boltanum yfir línuna eftir góða fyrirgjöf frá vítateigshorninu. Valsmenn þjörmuðu vel að gestunum það sem eftir lifði leiks og fengu þeir gullið tækifæri til þess að klára leikinn á 83. mínútu þegar þeir fengu vítaspyrnu. Kristinn Freyr Sigurðsson steig á punktinn en skaut boltanum í stöngina. Valsmönnum tókst ekki að koma boltanum í netið á lokamínútunum og jafntefli því niðurstaðan.Það er hægt að sjá viðtölin með því að smella á tengilinn hér fyrir ofan.Magnús: Grátlegt að klára þetta ekki„Við erum mjög svekktir að hafa ekki klárað þennan leik eftir að hafa skorað svona snemma í seinni hálfleiknum. Við náðum að rífa okkur af rassgatinu eftir skelfilegan fyrri hálfleik sem var hreinlega ekki boðlegur," sagði Magnús. „Það var eitthvað andleysi hjá okkur og menn voru greinilega ekki klárir í slaginn í upphafi leiks. Ef þú mætir ekki tilbúinn í fótboltaleiki þá verðuru bara tekinn í bakaríið og það var staðreyndin í fyrri hálfleiknum," bætti Magnús við. „Við erum ánægðir með tvo útisigra í upphafi móts en þetta voru grátlega töpuð stig að mínu mati. Það er þétt leikið og ekkert hægt að svekkja sig á þessu. Við mætum klárir í næsta leik," sagði Magnús Gylfason, þjálfari Valsmanna í leikslok.Þorvaldur: Gáfum þeim ódýrt mark„Ég var mjög ánægður með fyrri hálfleikinn hjá okkur. Við vorum miklu betri á öllum sviðum fótboltans og var það nokkuð svekkjandi að vera ekki með stærri forystu í hálfleik. Það voru nokkur tækifæri í hálfleiknum sem við hefðum getað nýtt betur," sagði Þorvaldur. „Við vorum slakir í síðari hálfleiknum og gáfum þeim ódýrt mark strax í upphafi hálfleiksins. Við hleypum þeim inn í leikinn með þessu marki og erum að elta eftir það. Við héldum þó út og hefðum getað klárað leikinn undir lokin ef dómarinn hefði verið vakandi og dæmt vítaspyrnu," sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram í lok leiks.Haukur Páll: Tökum það jákvæða úr þessum leik„Við komum daufir inn í leikinn og það gengur ekki í þessari deild. Við rifum okkur upp í seinni hálfleiknum og hefði ég viljað taka þessi þrjú stig miðað við hvernig þetta þróaðist," sagði Haukur Páll. „Þetta var svart og hvítt þessir hálfleikar hjá okkur og veit ég ekki skýringuna á frammistöðu okkar í fyrri hálfleiknum. „Við breyttum um leikskipulag í hálfleik og Maggi gerði tilfærslur í liðinu sem virkuðu vel. Við tökum það jákvæða úr þessum leik og er það klárlega allur seinni hálfleikurinn," bætti Haukur Páll við. „Þó að mér finnist við hafa tapað tveimur stigum hérna í kvöld þá erum við bara nokkuð sáttir við byrjunina á mótinu," sagði Haukur Páll Sigurðsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira