Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - KR 0-2 | Fullt hús hjá KR Guðmundur Tómas Sigfússon skrifar 20. maí 2013 00:01 Eyjamenn máttu sætta sig við tap í fyrsta skipti í sumar undir stjórn Hermanns Hreiðarssonar. Mynd/Daníel KR-ingar héldu sigurgöngu sinni í Pepsi-deild karla í knattspyrnu áfram þegar liðið vann sanngjarnan 2-0 útisigur á ÍBV í Eyjum. Baldur Sigurðsson var enn á ný á skotskónum hjá KR. KR-ingar, sem sátu á toppi deildarinnar fyrir leikinn, mættu grimmir til leiks og gáfu ekki tommu eftir í baráttunni. Það bar árangur eftir 24 mínútur þegar að Baldur Sigurðsson kom boltanum í netið eftir mikinn sóknarþunga KR-inga. Gary Martin rauk upp kantinn, gaf boltann á Atla Sigurjónsson sem framlengdi boltann á Baldur. Mývetningurinn þakkaði fyrir sig með sínu fjórða marki í jafnmörgum leikjum. Eyjamenn reyndu hvað þeir gátu að jafna metin en gestirnir voru einfaldlega sterkari. Eftir aðra góða skyndisókn skoruðu þeir sitt annað mark eftir góðan sprett Gary Martin. Sá enski geystist upp vinstri kantinn og átti hnitmiðaða sendingu á Jónas Guðna Sævarsson. Keflvíkingurinn sendi boltann rakleiðis með vinstri fæti neðst í markhornið. Markið kom á 41. mínútu og gestirnir leiddu 2-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Í seinni hálfleik var meira jafnræði með liðunum og áttu heimamenn nokkrar góðar sóknir sem báru þó ekki árangur. Hermann Hreiðarsson skipti sjálfum sér inn á eftir tæplega klukkutíma leik og gaf það tóninn fyrir það sem átti eftir að koma. Eyjamenn reyndu mikið af löngum sendingum til þess að finna sína stóru menn frammi þá Gunnar Má og Hermann. Grétar Sigfinnur og Brynjar Björn stýrðu hins vegar vörn KR-inga af miklum glæsibrag og áttu gestirnir sannarlega sigurinn skilinn í dag.Rúnar Kristinsson: Baldur hefur spilað veikur seinustu þrjá leiki„Liðið spilaði gríðarlega góðan leik og við unnum sannfærandi 2-0 sigur,“ voru fyrstu viðbrögð Rúnars Kristinssonar þjálfara KR eftir 2-0 sigurinn gegn ÍBV. „Við ætluðum að pressa á Eyjamennina, ná boltanum og hafa hann. Við ætluðum einnig að spila okkar fótbolta. völlurinn var góður og við erum ágætir í fótbolta,“ sagði Rúnar en gestirnir úr Vesturbænum spiluðu mjög vel og uppskáru sanngjarnan sigur. Leikmenn KR hafa farið gríðarlega vel af stað og er liðið nú með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir. Rúnar minnti á að einungis fjórar umferðir væru búnar og að hann væri þakklátur fyrir þau stig sem að þeir væru komnir með. Hann bætti við að „það eiga eftir að gerast fullt af slysum á leiðinni og við þurfum að halda áfram.“ „Baldur er búinn að vera frábær í sumar. Hann hefur nú spilað veikur seinustu þrjá leiki og frábært að hann skuli vera að klára sín færi svona vel,“ sagði Rúnar um Baldur Sigurðsson sem hefur verið sjóðheitur upp á síðkastið.Gunnar Þorsteins: Spiluðum þessu upp í hendurnar á þeim„Við spiluðum þessu upp í hendurnar á þeim. Þeir voru klókari heldur en við,“ sagði Gunnar Þorsteinsson leikmaður ÍBV eftir 2-0 tap á heimavelli gegn KR. „Við vissum alveg nákvæmlega hvernig þeir myndu spila þetta og við ætluðum að spila á okkar styrkleikum. Einhverra hluta vegna gerðum við það ekki,“ sagði Gunnar. Hann var skiljanlega mjög svekktur eftir leikinn þar sem Eyjamenn hafa oft spilað betur. Eyjamenn hafa byrjað mótið á því að keppa við lið eins sem hefur verið spáð toppbaráttu en eiga næst leik gegn Víking frá Ólafsvík. „Það eru engir léttir leikir í þessari deild,“ sagði Gunnar.Baldur Sigurðsson: Atli og Gary áttu heiðurinn í dag„Það er ekki alltaf sem að maður kemur hingað, sigrar og heldur hreinu. Við erum búnir að halda hreinu í þremur leikjum í röð og það er eitthvað sem við erum virkilega ánægðir með,“ sagði Baldur Sigurðsson leikmaður KR eftir leik gegn Eyjamönnum í Vestmannaeyjum í dag. Baldur var ánægður með leikinn og sagði draumaformúluna að leik vera „að komast snemma yfir, bæta svo við marki skömmu eftir það og svo klára leikinn með þriðja markinu í lokin.“ Hann sagðist vera ánægður með að hafa að náð að setja þessi tvö mörk en hefði þó vilja ná þriðja markinu. Baldur hefur verið funheitur upp á síðkastið og er búinn að skora fjögur mörk í jafnmörgum leikjum í Pepsi-deildinni. „Ég er að fá góða þjónustu og þeir Atli og Gary áttu algjörlega heiðurinn í dag,“ sagði Baldur sem er spenntur fyrir leiknum gegn Blikum í næstu umferð. „Blikar eru mjög vel spilandi lið en við eigum harma að hefna síðan í Lengjubikarnum á móti þeim. Við erum á heimavelli og ætlum að vinna alla heimaleiki,“ sagði Baldur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
KR-ingar héldu sigurgöngu sinni í Pepsi-deild karla í knattspyrnu áfram þegar liðið vann sanngjarnan 2-0 útisigur á ÍBV í Eyjum. Baldur Sigurðsson var enn á ný á skotskónum hjá KR. KR-ingar, sem sátu á toppi deildarinnar fyrir leikinn, mættu grimmir til leiks og gáfu ekki tommu eftir í baráttunni. Það bar árangur eftir 24 mínútur þegar að Baldur Sigurðsson kom boltanum í netið eftir mikinn sóknarþunga KR-inga. Gary Martin rauk upp kantinn, gaf boltann á Atla Sigurjónsson sem framlengdi boltann á Baldur. Mývetningurinn þakkaði fyrir sig með sínu fjórða marki í jafnmörgum leikjum. Eyjamenn reyndu hvað þeir gátu að jafna metin en gestirnir voru einfaldlega sterkari. Eftir aðra góða skyndisókn skoruðu þeir sitt annað mark eftir góðan sprett Gary Martin. Sá enski geystist upp vinstri kantinn og átti hnitmiðaða sendingu á Jónas Guðna Sævarsson. Keflvíkingurinn sendi boltann rakleiðis með vinstri fæti neðst í markhornið. Markið kom á 41. mínútu og gestirnir leiddu 2-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Í seinni hálfleik var meira jafnræði með liðunum og áttu heimamenn nokkrar góðar sóknir sem báru þó ekki árangur. Hermann Hreiðarsson skipti sjálfum sér inn á eftir tæplega klukkutíma leik og gaf það tóninn fyrir það sem átti eftir að koma. Eyjamenn reyndu mikið af löngum sendingum til þess að finna sína stóru menn frammi þá Gunnar Má og Hermann. Grétar Sigfinnur og Brynjar Björn stýrðu hins vegar vörn KR-inga af miklum glæsibrag og áttu gestirnir sannarlega sigurinn skilinn í dag.Rúnar Kristinsson: Baldur hefur spilað veikur seinustu þrjá leiki„Liðið spilaði gríðarlega góðan leik og við unnum sannfærandi 2-0 sigur,“ voru fyrstu viðbrögð Rúnars Kristinssonar þjálfara KR eftir 2-0 sigurinn gegn ÍBV. „Við ætluðum að pressa á Eyjamennina, ná boltanum og hafa hann. Við ætluðum einnig að spila okkar fótbolta. völlurinn var góður og við erum ágætir í fótbolta,“ sagði Rúnar en gestirnir úr Vesturbænum spiluðu mjög vel og uppskáru sanngjarnan sigur. Leikmenn KR hafa farið gríðarlega vel af stað og er liðið nú með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir. Rúnar minnti á að einungis fjórar umferðir væru búnar og að hann væri þakklátur fyrir þau stig sem að þeir væru komnir með. Hann bætti við að „það eiga eftir að gerast fullt af slysum á leiðinni og við þurfum að halda áfram.“ „Baldur er búinn að vera frábær í sumar. Hann hefur nú spilað veikur seinustu þrjá leiki og frábært að hann skuli vera að klára sín færi svona vel,“ sagði Rúnar um Baldur Sigurðsson sem hefur verið sjóðheitur upp á síðkastið.Gunnar Þorsteins: Spiluðum þessu upp í hendurnar á þeim„Við spiluðum þessu upp í hendurnar á þeim. Þeir voru klókari heldur en við,“ sagði Gunnar Þorsteinsson leikmaður ÍBV eftir 2-0 tap á heimavelli gegn KR. „Við vissum alveg nákvæmlega hvernig þeir myndu spila þetta og við ætluðum að spila á okkar styrkleikum. Einhverra hluta vegna gerðum við það ekki,“ sagði Gunnar. Hann var skiljanlega mjög svekktur eftir leikinn þar sem Eyjamenn hafa oft spilað betur. Eyjamenn hafa byrjað mótið á því að keppa við lið eins sem hefur verið spáð toppbaráttu en eiga næst leik gegn Víking frá Ólafsvík. „Það eru engir léttir leikir í þessari deild,“ sagði Gunnar.Baldur Sigurðsson: Atli og Gary áttu heiðurinn í dag„Það er ekki alltaf sem að maður kemur hingað, sigrar og heldur hreinu. Við erum búnir að halda hreinu í þremur leikjum í röð og það er eitthvað sem við erum virkilega ánægðir með,“ sagði Baldur Sigurðsson leikmaður KR eftir leik gegn Eyjamönnum í Vestmannaeyjum í dag. Baldur var ánægður með leikinn og sagði draumaformúluna að leik vera „að komast snemma yfir, bæta svo við marki skömmu eftir það og svo klára leikinn með þriðja markinu í lokin.“ Hann sagðist vera ánægður með að hafa að náð að setja þessi tvö mörk en hefði þó vilja ná þriðja markinu. Baldur hefur verið funheitur upp á síðkastið og er búinn að skora fjögur mörk í jafnmörgum leikjum í Pepsi-deildinni. „Ég er að fá góða þjónustu og þeir Atli og Gary áttu algjörlega heiðurinn í dag,“ sagði Baldur sem er spenntur fyrir leiknum gegn Blikum í næstu umferð. „Blikar eru mjög vel spilandi lið en við eigum harma að hefna síðan í Lengjubikarnum á móti þeim. Við erum á heimavelli og ætlum að vinna alla heimaleiki,“ sagði Baldur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira