Lífið

Witherspoon tjáði sig ekki um sakarefnið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Reese Witherspoon viðurkennir að hún hafi gert mistök þegar hún var dónaleg við lögreglumann.
Reese Witherspoon viðurkennir að hún hafi gert mistök þegar hún var dónaleg við lögreglumann. Mynd/ Getty.
Stórleikkonan Reese Witherspoone ákvað að tjá sig ekki um sakargiftir þegar mál hennar var tekið fyrir hjá dómara. Eiginmaður hennar, Jim Toth játaði hins vegar sök. Toth var sakaður um að hafa ekið undir áhrifum áfengis og Witherspoone var sökuð um að hafa truflað framgang réttvísinnar þegar maðurinn hennar var handtekinn fyrir ölvunaraksturinn. Þau voru bæði handtekin þann 19. apríl síðastliðinn.

Reese mun þurfa að greiða 213 dala sekt og eiginmaður hennar hefur verið dæmdur í 40 klukkustunda samfélagsvinnu og þarf að sækja áfengismeðferð. Hann var líka dæmdur í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi, eftir því sem slúðurvefurinn TMZ greinir frá.

Witherspoone hefur viðurkennt opinberlega að hún hafi gert mistök með framkomu sinni við lögreglumanninn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.