Tekin hefur verið sú ákvörðun að fresta leik FH og Keflavíkur í 1. umferð Pepsi-deildar karla um sólarhring. Ástæðan er frost á Kaplakrikavelli.
Leikurinn átti upphaflega að fara fram klukkan 19.15 á sunnudagskvöld. Nú er stefnt á að liðin mætist sólarhring síðar eða á mánudagskvöldið.
Vefsíðan Fótbolti.net greinir frá því að skuggi vegna þaksins á stúkunni valdi því að lítill hluti vallarins sé enn frosinn. Þess utan sé völlurinn í góðu standi.
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að fresta öðrum leikjum í fyrstu umferð.
Leik Íslandsmeistaranna frestað vegna frosts
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Fleiri fréttir
