Lífið

Stuð á stuttmyndahátíð

Stutt- og heimildamyndahátíðin Reykjavík Shorts & Docs Festival verður haldin 9. til 16. maí í Bíó Paradís, Kex Hostel og í Slipp Bíó / Reykjavík Marina. Þetta er í 11. sinn sem hátíðin er haldin og að venju er fjölbreytt úrval íslenskra og erlendra stutt- og heimildamynda.

Hefðbundið miðaverð er á allar sýningar í Bíó Paradís en frítt er á sýningar hátíðarinnar á Kex Hostel og Slipp Bíó. Auk kvikmyndasýninga verða tónleikar, pallborðsumræður, vinnusmiðjur og fjöldi annarra viðburða á sýningunni.

Veitt verða verðlaun í tveimur keppnisflokkum; Besta heimildamynd nýliða og Besta íslenska stuttmyndin.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu hátíðarinnar og á Facebook-síðu hennar.

Hér má finna dagskránna.

Myndin Mission to Lars er tilnefnd í flokknum sem Besta heimildamyndin





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.