"Þetta er stolt okkar Íslendinga" Ingveldur Geirsson skrifar 4. maí 2013 20:10 Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir að Ísland hafi ekki verið undirbúið undir komu þeirra ferðamanna sem hingað streyma. Hann segir það til skammar að það fyrsta sem mæti ferðamönnum á Þingvöllum sé bílaþvaga og útsparkað land. Frá áramótum hafa um 168 þúsund erlendir ferðamenn heimsótt landið eða um 42 þúsund fleiri en á sama tímabili í fyrra. Langflestir þeirra heimsækja þjóðgarðinn á Þingvöllum og þar er landið farið að láta á sjá vegna átroðnings. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður, segir margt þurfi að bæta. Á Hakinu þurfi að stækka bílastæðið sem taki ekki við nema broti af þeim bílum og rútum sem stoppi þar á degi hverjum og tengja útsýnispall á barmi Almannagjár við göngubrautina niður í gjána. Alvarlegast er þó kannski það tjón sem hefur myndast á jarðveginum víða um þjóðgarðinn vegna átroðnings ferðamanna. „Þeir fylgja merktum slóðum þar sem þeir eru, en hinsvegar er ofaníburður þannig að fólk flæmist út af brautunum og fer að ganga á grasinu þannig að við þurfum að setja hér nýtt lag og afmarka göngubrautirnar miklu betur," segir Ólafur Örn. Jarðvegurinn er sérstaklega viðkvæmur á þessum árstíma, grassvörðurinn tætist upp ef mikið er gengið á honum og á skömmum tíma veðst allt út. „Þetta er stolt okkar Íslendinga, staður sem við eigum saman og okkur finnst vænt um, þetta er oft á tíðum fyrsti staður sem útlendingar koma á, koma hér með miklar væntingar, stíga hér út á íslenska jörð má segja íf yrsta skipti og hvað er það sem mætir þeim; bílaþvaga og útsparkað land." Ólafur segir Ísland ekki hafa verið búið undir þennan mikla ferðamannafjölda. Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ eða ekki Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Sjá meira
Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir að Ísland hafi ekki verið undirbúið undir komu þeirra ferðamanna sem hingað streyma. Hann segir það til skammar að það fyrsta sem mæti ferðamönnum á Þingvöllum sé bílaþvaga og útsparkað land. Frá áramótum hafa um 168 þúsund erlendir ferðamenn heimsótt landið eða um 42 þúsund fleiri en á sama tímabili í fyrra. Langflestir þeirra heimsækja þjóðgarðinn á Þingvöllum og þar er landið farið að láta á sjá vegna átroðnings. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður, segir margt þurfi að bæta. Á Hakinu þurfi að stækka bílastæðið sem taki ekki við nema broti af þeim bílum og rútum sem stoppi þar á degi hverjum og tengja útsýnispall á barmi Almannagjár við göngubrautina niður í gjána. Alvarlegast er þó kannski það tjón sem hefur myndast á jarðveginum víða um þjóðgarðinn vegna átroðnings ferðamanna. „Þeir fylgja merktum slóðum þar sem þeir eru, en hinsvegar er ofaníburður þannig að fólk flæmist út af brautunum og fer að ganga á grasinu þannig að við þurfum að setja hér nýtt lag og afmarka göngubrautirnar miklu betur," segir Ólafur Örn. Jarðvegurinn er sérstaklega viðkvæmur á þessum árstíma, grassvörðurinn tætist upp ef mikið er gengið á honum og á skömmum tíma veðst allt út. „Þetta er stolt okkar Íslendinga, staður sem við eigum saman og okkur finnst vænt um, þetta er oft á tíðum fyrsti staður sem útlendingar koma á, koma hér með miklar væntingar, stíga hér út á íslenska jörð má segja íf yrsta skipti og hvað er það sem mætir þeim; bílaþvaga og útsparkað land." Ólafur segir Ísland ekki hafa verið búið undir þennan mikla ferðamannafjölda.
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ eða ekki Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Sjá meira