Lífið

Fékk hús frá fyrrverandi

Þúsundþjalasmiðurinn Julianne Hough og Idol-kynnirinn Ryan Seacrest hættu saman í mars síðastliðnum eftir þriggja ára samband. Ryan ákvað að gefa Julianne nokkuð myndarlega skilnaðargjöf.

Ryan nefnilega keypti hús handa Julianne sem kostaði þrjár milljónir dollara, tæplega 350 milljónir króna.

Julianne er heppin stúlka.
Julianne flutti inn í húsið stuttu eftir að hún flutti út úr húsi Ryans í Beverly Hills en það hús er metið á 37 milljónir dollara, rúma fjóra milljarða króna.

Ástin dó.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.