Innlent

Álfasalan að hefjast

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Börnin í Hlíðaskóla eru þegar búin að tryggja sér álfinn og taka þátt í álfasölunni.
Börnin í Hlíðaskóla eru þegar búin að tryggja sér álfinn og taka þátt í álfasölunni.
Hin árlega álfasala SÁÁ fer fram núna í vikunni. Að þessu sinni verður Álfurinn seldur til að byggja upp starfsemi barna- og fjölskyldudeildar SÁÁ.

Álfurinn er mikilsverðasti þátturinn í fjáröflun SÁÁ. Frá því að sala á honum hófst árið 1990 hafa hreinar tekjur samtakanna vegna hans verið um 430 milljónir króna. Þessir fjármunir hafa staðið til dæmis undir uppbyggingu unglingadeildarinnar að Vogi, starfsemi fjölskyldumeðferðarinnar og gert SÁÁ fært að þróa úrræði fyrir börn alkóhólista, ungmenni og fjölskyldur.

Álfasalan mun að þessu sinni standa undir öflugu forvarnarstarfi gagnvart þeim börnum og ungmennum sem eru í mestri hættu vegna áfengis- og vímuefnaneyslu, stuðningi við foreldra ungmenna sem eru í vanda, eflingu foreldrahæfni ungra foreldra og öðrum úrræðum til styrktar ungmennum og fjölskyldum í vanda.

Hér má lesa meira um álfasöluna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×