Innlent

Smugan berst fyrir lífi sínu

Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar
Þóra Kristín metur það sem svo að hún sé komin með 30 prósent sem til þarf svo halda megi starfsemi Smugunnar áfram.
Þóra Kristín metur það sem svo að hún sé komin með 30 prósent sem til þarf svo halda megi starfsemi Smugunnar áfram.
"Jæja, nú hafa safnast um 30 prósent af upphæðinni sem þarf mánaðarlega til að hleypa öflugri Smugu aftur af stokkunum í haust. Kæru Jónar og Jónur, ,,endilega takið slaginn með okkur. Þið ráðið þessu á endanum."

Svo hljóðar hvatningarhróp Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur ritstjóra vefritsins Smugan, sem var meðal annars gefið út af Vinstrihreyfingunni grænt framboð, sem hefur látið af stuðningi við útgáfuna. Vefritið lagði upp laupana en Þóra Kristín safnar nú áskriftum í þeirri von að það dugi til að halda uppi starfseminni.

Að sögn Þóru Kristínar er stefnt að því að safna 2 milljónum á mánuði, þar af minnst 1,5 milljón á mánuði og segir hún að þegar séu 550 búnir að skrá sig á lista yfir áskrifendur. Samkvæmt hlekk þar sem fólk getur skráð sig virðist sem fólki sé í sjálfsvald sett hvort það borgar 500 eða 1000 krónur fyrir áskriftina.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×