Innlent

Hvalur 9 gerður klár í slaginn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hvalur 9 í slippi.
Hvalur 9 í slippi. Mynd/ Stefán.
Verið er að gera Hval 9 reiðubúinn undir hvalveiðar í sumar. Gert er ráð fyrir að veiðarnar hefjist í júní og standi fram í lok september. Tveir bátar, Hvalur 8 og Hvalur 9, munu stunda veiðarnar. Ákvörðun um veiðarnar eru teknar á grundvelli heimildar sem Einar K. Guðfinnsson þáverandi sjávarútvegsráðherra gaf árið 2009.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×