Innlent

Eldur í stórri vélaskemmu

Heimir Már Pétursson skrifar
Slökkviliðsmenn að störfum.
Slökkviliðsmenn að störfum.
Þrjú til fjögurhundruð fermetra skemma gjöreyðilagðist í bruna við bæinn efri Brekka í Biskupstungum fyrr í dag. Mikil hætta skapaðist við brunann því þrjátíu til fjörutíu gaskútar voru inn í skemmunni.

Hátt í fjörutíu slökkviliðsmenn tóku þátt í að ráða niðurlögum eldsins, þeirra á meðal ábúandinn á efri Brekku, Jóhannes Helgason, sem einnig er í slökkviliðinu í Reykholti. Hann var staddur inni í skemmunni um eitt leytið og þá var allt með felldu en eldurinn blossaði síðan upp um klukkan tvö.

Auk gaskútanna var fjórhjól og fellihýsi inni í skemmunni ásamt miklu magni af verkfærum. Slökkviliðsmenn eru enn á staðnum að kæla gaskútana og verða væntanlega að því næstu klukkustundirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×