Segir engar líkur á að olían fari í drykkjarvatnið 8. maí 2013 15:56 Frá hreinsun á vettvangi. „Ég held að ég geti fullyrt að það eru engar líkur að þetta fari í grunnvatnið,“ segir Björn Ólafsson, einn af forsvarsmönnum fyrirtækinsins Inside Volcano sem sér um Þríhnúkagíg. Ker á vegum fyrirtækisins féll úr metershæð þegar þyrla var að hífa það upp, en kerið var fullt af olíu. Kerið féll niður og sprakk og olían dreifðist um plan sem er nokkuð fyrir neðan Bláfjallaskálann, en ekki á bílaplani við skálann, eins og fram kom í fyrstu fréttum. Mengunarslys á svæðinu eru litin alvarlegum augum, ekki síst vegna þess að undir er grunnvatnsstraumur sem liggur í vatnsból á höfuðborgarsvæðinu. Svæðið allt er skilgreint sem vatnsverndarsvæði. Fyrirtækið var að flytja 600 lítra af olíu upp að Þríhnúkagíg sem átti að nota í ljósavélar sem notaðar eru við að lýsa upp hellinn, sem var nefndur eitt af náttúruundrum sem fólk þarf að upplifa áður en ævin er öll að mati bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNN. Björn segir að fyrirtækið flytji tvívegis mikið magn af olíu upp að gígnum yfir sumartímann. Þetta var fyrri ferðin. Fljúga þarf með olíuna í hvert skiptið. Björn segir að fyrirtæki þeirra þurfi að standa straum af kostnaði sem gæti hlotist af vegna hreinsunarstarfanna. Sjálfur vonast hann til þess að það taki ekki nema um tvær klukkustundir að moka jarðveginn upp sem verður svo fargað í bænum. Tengdar fréttir Mengunarslys við Bláfjöll - vatnsból í hættu Um 600 lítrar af olíu helltust niður þegar þyrla hugðist flytja ker fullt af olíu af bílastæði við Bláfjallaskála upp að Þríhnúkagíg nú fyrir stundu. 8. maí 2013 14:57 Mengunarslys við Bláfjöll: Þurfa að grafa upp olíuna Varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, segir að líklega þurfi að skipta um jarðveg þar sem olían féll til jarðar nærri Bláfjallaskálanum fyrr í dag. 8. maí 2013 15:26 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
„Ég held að ég geti fullyrt að það eru engar líkur að þetta fari í grunnvatnið,“ segir Björn Ólafsson, einn af forsvarsmönnum fyrirtækinsins Inside Volcano sem sér um Þríhnúkagíg. Ker á vegum fyrirtækisins féll úr metershæð þegar þyrla var að hífa það upp, en kerið var fullt af olíu. Kerið féll niður og sprakk og olían dreifðist um plan sem er nokkuð fyrir neðan Bláfjallaskálann, en ekki á bílaplani við skálann, eins og fram kom í fyrstu fréttum. Mengunarslys á svæðinu eru litin alvarlegum augum, ekki síst vegna þess að undir er grunnvatnsstraumur sem liggur í vatnsból á höfuðborgarsvæðinu. Svæðið allt er skilgreint sem vatnsverndarsvæði. Fyrirtækið var að flytja 600 lítra af olíu upp að Þríhnúkagíg sem átti að nota í ljósavélar sem notaðar eru við að lýsa upp hellinn, sem var nefndur eitt af náttúruundrum sem fólk þarf að upplifa áður en ævin er öll að mati bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNN. Björn segir að fyrirtækið flytji tvívegis mikið magn af olíu upp að gígnum yfir sumartímann. Þetta var fyrri ferðin. Fljúga þarf með olíuna í hvert skiptið. Björn segir að fyrirtæki þeirra þurfi að standa straum af kostnaði sem gæti hlotist af vegna hreinsunarstarfanna. Sjálfur vonast hann til þess að það taki ekki nema um tvær klukkustundir að moka jarðveginn upp sem verður svo fargað í bænum.
Tengdar fréttir Mengunarslys við Bláfjöll - vatnsból í hættu Um 600 lítrar af olíu helltust niður þegar þyrla hugðist flytja ker fullt af olíu af bílastæði við Bláfjallaskála upp að Þríhnúkagíg nú fyrir stundu. 8. maí 2013 14:57 Mengunarslys við Bláfjöll: Þurfa að grafa upp olíuna Varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, segir að líklega þurfi að skipta um jarðveg þar sem olían féll til jarðar nærri Bláfjallaskálanum fyrr í dag. 8. maí 2013 15:26 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Mengunarslys við Bláfjöll - vatnsból í hættu Um 600 lítrar af olíu helltust niður þegar þyrla hugðist flytja ker fullt af olíu af bílastæði við Bláfjallaskála upp að Þríhnúkagíg nú fyrir stundu. 8. maí 2013 14:57
Mengunarslys við Bláfjöll: Þurfa að grafa upp olíuna Varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, segir að líklega þurfi að skipta um jarðveg þar sem olían féll til jarðar nærri Bláfjallaskálanum fyrr í dag. 8. maí 2013 15:26