Innlent

Hittast í dag til að ræða stjórnarmyndun

Karen Kjartansdóttir skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson ætla að hittast í dag.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson ætla að hittast í dag. Mynd/ Vilhelm.
Formenn væntanlegra ríkisstjórnaflokka ætla funda í dag en síðustu dagar hafa verið notaðir til að afla gagna og upplýsinga til að halda viðræðum áfram. Ekki er stefnt að því að blanda fleirum inn í viðræðunnar að sinni.

Þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ætla funda upp úr hádegi utan borgarmarkanna.

Eins og fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hefur venjan verið sú að viðræðunefndir flokka hafa verið skipaðar skömmu eftir að formlegar stjórnarmyndunarviðræður hefjast. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur segir þó að sumir stjórnmálaleiðtogar hafi kosið að hafa þann hátt á sem nú virðst vera upp á tengingnum og dregið upp hinar stóru línur stjórnarsáttmálans án þátttöku annarra flokksmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×