Innlent

Þúsund manns komu saman á Barnahátíð SÁÁ

Áætlað er að um þúsund manns á öllum aldri hafi komið saman og glaðst þegar Barnahjálp SÁÁ var stofnuð á Barnahátíð SÁÁ í dag. Barnahjálpin mun hafa það hlutverk að aðstoða börn alkóhólista.  Hljómsveitin Pollapönk hélt uppi stuðinu, Mikki refur og Lilli klifurmús skemmtu og íþróttaálfurinn kom blóðinu af stað hjá áhorfendum.  

Gleðinni er þó ekki lokið því í í kvöld verður Risauppistand til styrktar Barnahjálp SÁÁ í Gamlabíói kl. 20.30 þar sem fram koma m.a. Ari Eldjárn, Pétur Jóhann, Saga Garðars, Sólmundur Hólm, Þorsteinn Guðmundsson, Bergur Ebbi, Jóhann Alfreð og Þorsteinn Guðmundsson.  

Uppistandið hefst kl. 20.30 og miðaverðið, 1500 krónur, rennur óskipt til Barnahjálpar SÁÁ.  Álfasalan er einnig í fullum gangi og stendur fram á sunnudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×