Innlent

Skjálftahrinan heldur áfram

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Af Reykjanesinu.
Af Reykjanesinu. Mynd/ Heiða.
Þrír skjálftar, um og yfir 4 að stærð, hafa orðið við Fuglaskerin á Reykjaneshrygg, um 30 kílómetra suðvestan við Reykjanestá, á þessum sólarhring.

Í morgun kl. 10:49 var skjálfti að stærð 4,1 og  núna síðdegis kl. 17:10 og kl. 18:05 voru skjálftar 4,0 og 4,2 að stærð. Þeir hafa fundist á Suðurnesjum, á höfuðborgarsvæðinu og jafnvel víðar.

Jarðskjálftavirkni er áfram í gangi og ekki er hægt að útiloka að fleiri skjálftar um og yfir 4 stærð verði á þessu svæði, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni.  Jarðskjálftahrinur eru algengar á norðanverðum Reykjaneshrygg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×