Innlent

Baráttukona í bíó

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Sérstök sýning á heimildarmyndinni Call Me Kuchu verður í Bíó Paradís í kvöld, en baráttukonan Kasha Jaqueline Nabagesera verður viðstödd sýninguna og svarar spurningum áhorfenda að henni lokinni.

Call Me Kuchu var sýnd á RIFF-kvikmyndahátíðinni í fyrra og fjallar um réttindabaráttu samkynhneigðra í Úganda og David Kato, fyrsta manninn sem kom opinberlega út úr skápnum þar í landi, en hann var myrtur árið 2011.

Nabagesera er í heimsókn hér á landi til að vekja athygli á málefnum samkynhneigðra og transfólks í heimalandi sínu Úganda, þar sem samkynhneigð er bönnuð með lögum.

Sýningin hefst klukkan 20 í kvöld og miðaverð er 750 krónur.


Tengdar fréttir

Beitt ofbeldi og fangelsuð vegna kynhneigðar sinnar

"Ég mun aldrei gefast upp. Mótlætið styrkir mig og hvetur mig til dáða. Ef ég held ekki áfram að ýta hætta þjáningarnar ekki,“ segir baráttukonan Kasha Jaqueline Nabagesera.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×