Beitt ofbeldi og fangelsuð vegna kynhneigðar sinnar María Lilja Þrastardóttir skrifar 23. apríl 2013 06:00 Kasha vill brúa bilið á milli Íslendinga og Úgandabúa. Hún segir það nauðsynlegt baráttu samkynhneigðra í Afríku að geta horft til Íslands.Fréttablaðið/GVA „Ég mun aldrei gefast upp. Mótlætið styrkir mig og hvetur mig til dáða. Ef ég held ekki áfram að ýta hætta þjáningarnar ekki,“ segir baráttukonan Kasha Jaqueline Nabagesera. Hún er í heimsókn hér á landi til að vekja athygli á bágbornum rétti samkynhneigðra og transfólks (LBGT) í heimalandi sínu Úganda þar sem samkynhneigð er bönnuð með lögum. Kasha hefur þurft að sæta miklum ofsóknum fyrir kynhneigð sína, hefur margsinnis verið fangelsuð og beitt ofbeldi. Þrátt fyrir það virðist hún hafa óþrjótandi drifkraft. „Ég er mjög heppin að eiga fjölskyldu sem styður mig, svo ég hef aldrei þurft að fara í felur,“ segir Kasha sem segir fjölskyldu sína hafa þurft að láta ýmislegt yfir sig ganga. „Ég var rekin úr þremur skólum meðal annars fyrir að skrifa ástarbréf til stúlku. Fólk sagði mig andsetna og mér var útskúfað þegar ég var unglingur. En ég gat verið ég sjálf af því að ég á góða að. Ég vil berjast fyrir þau sem ekki eiga neitt bakland.“ Árið 2010 birti úgandska fréttablaðið Rolling Stone myndir og nöfn fólks sem blaðið staðhæfði að væri hommar eða lesbíur. Fyrirsögnin með umfjölluninni var „Hengjum þau“. Nafn Köshu og vinar hennar, Davids Kato, voru þar á meðal. Þau kærðu blaðið fyrir að hvetja til ofbeldis og brutu þar með blað í réttindasögu samkynhneigðra í landinu. David Kato var myrtur í kjölfarið. „Ég hef þurft að sjá á eftir svo mörgu góðu fólki,“ segir Kasha og gerir hlé á máli sínu. Þrátt fyrir þykkan skrápinn er augljóst að ofsóknirnar hafa haft djúpstæð áhrif á hana. Sumir hafi séð sér þann kost vænstan að flýja frá Úganda en í hennar huga kemur það ekki til greina. „Þá hafa þeir unnið. Þeir mega ekki vinna. Baráttan verður að eiga andlit og það er köllun mín að vera það andlit.“ Kasha verður á Íslandi í tíu daga. Hún hyggst hitta fyrir ráðherra og hefur nú þegar hitt Jón Gnarr borgarstjóra og eiginkonu hans. „Ég ætla líka að ferðast um landið og fara í Bláa lónið. Svo langar mig að kynnast sem flestum Íslendingum til að koma á tengslum milli þjóðanna.“ Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
„Ég mun aldrei gefast upp. Mótlætið styrkir mig og hvetur mig til dáða. Ef ég held ekki áfram að ýta hætta þjáningarnar ekki,“ segir baráttukonan Kasha Jaqueline Nabagesera. Hún er í heimsókn hér á landi til að vekja athygli á bágbornum rétti samkynhneigðra og transfólks (LBGT) í heimalandi sínu Úganda þar sem samkynhneigð er bönnuð með lögum. Kasha hefur þurft að sæta miklum ofsóknum fyrir kynhneigð sína, hefur margsinnis verið fangelsuð og beitt ofbeldi. Þrátt fyrir það virðist hún hafa óþrjótandi drifkraft. „Ég er mjög heppin að eiga fjölskyldu sem styður mig, svo ég hef aldrei þurft að fara í felur,“ segir Kasha sem segir fjölskyldu sína hafa þurft að láta ýmislegt yfir sig ganga. „Ég var rekin úr þremur skólum meðal annars fyrir að skrifa ástarbréf til stúlku. Fólk sagði mig andsetna og mér var útskúfað þegar ég var unglingur. En ég gat verið ég sjálf af því að ég á góða að. Ég vil berjast fyrir þau sem ekki eiga neitt bakland.“ Árið 2010 birti úgandska fréttablaðið Rolling Stone myndir og nöfn fólks sem blaðið staðhæfði að væri hommar eða lesbíur. Fyrirsögnin með umfjölluninni var „Hengjum þau“. Nafn Köshu og vinar hennar, Davids Kato, voru þar á meðal. Þau kærðu blaðið fyrir að hvetja til ofbeldis og brutu þar með blað í réttindasögu samkynhneigðra í landinu. David Kato var myrtur í kjölfarið. „Ég hef þurft að sjá á eftir svo mörgu góðu fólki,“ segir Kasha og gerir hlé á máli sínu. Þrátt fyrir þykkan skrápinn er augljóst að ofsóknirnar hafa haft djúpstæð áhrif á hana. Sumir hafi séð sér þann kost vænstan að flýja frá Úganda en í hennar huga kemur það ekki til greina. „Þá hafa þeir unnið. Þeir mega ekki vinna. Baráttan verður að eiga andlit og það er köllun mín að vera það andlit.“ Kasha verður á Íslandi í tíu daga. Hún hyggst hitta fyrir ráðherra og hefur nú þegar hitt Jón Gnarr borgarstjóra og eiginkonu hans. „Ég ætla líka að ferðast um landið og fara í Bláa lónið. Svo langar mig að kynnast sem flestum Íslendingum til að koma á tengslum milli þjóðanna.“
Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira