Beitt ofbeldi og fangelsuð vegna kynhneigðar sinnar María Lilja Þrastardóttir skrifar 23. apríl 2013 06:00 Kasha vill brúa bilið á milli Íslendinga og Úgandabúa. Hún segir það nauðsynlegt baráttu samkynhneigðra í Afríku að geta horft til Íslands.Fréttablaðið/GVA „Ég mun aldrei gefast upp. Mótlætið styrkir mig og hvetur mig til dáða. Ef ég held ekki áfram að ýta hætta þjáningarnar ekki,“ segir baráttukonan Kasha Jaqueline Nabagesera. Hún er í heimsókn hér á landi til að vekja athygli á bágbornum rétti samkynhneigðra og transfólks (LBGT) í heimalandi sínu Úganda þar sem samkynhneigð er bönnuð með lögum. Kasha hefur þurft að sæta miklum ofsóknum fyrir kynhneigð sína, hefur margsinnis verið fangelsuð og beitt ofbeldi. Þrátt fyrir það virðist hún hafa óþrjótandi drifkraft. „Ég er mjög heppin að eiga fjölskyldu sem styður mig, svo ég hef aldrei þurft að fara í felur,“ segir Kasha sem segir fjölskyldu sína hafa þurft að láta ýmislegt yfir sig ganga. „Ég var rekin úr þremur skólum meðal annars fyrir að skrifa ástarbréf til stúlku. Fólk sagði mig andsetna og mér var útskúfað þegar ég var unglingur. En ég gat verið ég sjálf af því að ég á góða að. Ég vil berjast fyrir þau sem ekki eiga neitt bakland.“ Árið 2010 birti úgandska fréttablaðið Rolling Stone myndir og nöfn fólks sem blaðið staðhæfði að væri hommar eða lesbíur. Fyrirsögnin með umfjölluninni var „Hengjum þau“. Nafn Köshu og vinar hennar, Davids Kato, voru þar á meðal. Þau kærðu blaðið fyrir að hvetja til ofbeldis og brutu þar með blað í réttindasögu samkynhneigðra í landinu. David Kato var myrtur í kjölfarið. „Ég hef þurft að sjá á eftir svo mörgu góðu fólki,“ segir Kasha og gerir hlé á máli sínu. Þrátt fyrir þykkan skrápinn er augljóst að ofsóknirnar hafa haft djúpstæð áhrif á hana. Sumir hafi séð sér þann kost vænstan að flýja frá Úganda en í hennar huga kemur það ekki til greina. „Þá hafa þeir unnið. Þeir mega ekki vinna. Baráttan verður að eiga andlit og það er köllun mín að vera það andlit.“ Kasha verður á Íslandi í tíu daga. Hún hyggst hitta fyrir ráðherra og hefur nú þegar hitt Jón Gnarr borgarstjóra og eiginkonu hans. „Ég ætla líka að ferðast um landið og fara í Bláa lónið. Svo langar mig að kynnast sem flestum Íslendingum til að koma á tengslum milli þjóðanna.“ Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
„Ég mun aldrei gefast upp. Mótlætið styrkir mig og hvetur mig til dáða. Ef ég held ekki áfram að ýta hætta þjáningarnar ekki,“ segir baráttukonan Kasha Jaqueline Nabagesera. Hún er í heimsókn hér á landi til að vekja athygli á bágbornum rétti samkynhneigðra og transfólks (LBGT) í heimalandi sínu Úganda þar sem samkynhneigð er bönnuð með lögum. Kasha hefur þurft að sæta miklum ofsóknum fyrir kynhneigð sína, hefur margsinnis verið fangelsuð og beitt ofbeldi. Þrátt fyrir það virðist hún hafa óþrjótandi drifkraft. „Ég er mjög heppin að eiga fjölskyldu sem styður mig, svo ég hef aldrei þurft að fara í felur,“ segir Kasha sem segir fjölskyldu sína hafa þurft að láta ýmislegt yfir sig ganga. „Ég var rekin úr þremur skólum meðal annars fyrir að skrifa ástarbréf til stúlku. Fólk sagði mig andsetna og mér var útskúfað þegar ég var unglingur. En ég gat verið ég sjálf af því að ég á góða að. Ég vil berjast fyrir þau sem ekki eiga neitt bakland.“ Árið 2010 birti úgandska fréttablaðið Rolling Stone myndir og nöfn fólks sem blaðið staðhæfði að væri hommar eða lesbíur. Fyrirsögnin með umfjölluninni var „Hengjum þau“. Nafn Köshu og vinar hennar, Davids Kato, voru þar á meðal. Þau kærðu blaðið fyrir að hvetja til ofbeldis og brutu þar með blað í réttindasögu samkynhneigðra í landinu. David Kato var myrtur í kjölfarið. „Ég hef þurft að sjá á eftir svo mörgu góðu fólki,“ segir Kasha og gerir hlé á máli sínu. Þrátt fyrir þykkan skrápinn er augljóst að ofsóknirnar hafa haft djúpstæð áhrif á hana. Sumir hafi séð sér þann kost vænstan að flýja frá Úganda en í hennar huga kemur það ekki til greina. „Þá hafa þeir unnið. Þeir mega ekki vinna. Baráttan verður að eiga andlit og það er köllun mín að vera það andlit.“ Kasha verður á Íslandi í tíu daga. Hún hyggst hitta fyrir ráðherra og hefur nú þegar hitt Jón Gnarr borgarstjóra og eiginkonu hans. „Ég ætla líka að ferðast um landið og fara í Bláa lónið. Svo langar mig að kynnast sem flestum Íslendingum til að koma á tengslum milli þjóðanna.“
Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira