Innlent

Vilja viðbragðshóp vegna ástandsins á Norðurlandi

Gissur Sigurðsson skrifar
Búskapur gæti orðið erfiður á Norðurlandi.
Búskapur gæti orðið erfiður á Norðurlandi. Mynd/ Vilhelm.

Bændasamtökin hafa óskað eftir því að atvinnuráðuneytið komi á fót viðbragðshóp, líkt og eftir eldgosið í Eyjafjallajökli, til þess að bregðast við yfrivofandi vanda bænda á Noðrur- og Austurlandi vegna snjóþyngsla. Hey er þegar farið að hækka í verði vegna heyskorts á þessum slóðum.

Þetta ástand kemur eftir óvenju þurrt sumar í þessum landshlutum þannig að minna heyjaðist en í meðal ári. Nú þarf hinsvegar að gefa fé mun lengur en í meðalári því allir bithagar eru á kafi í snjó. Víða er snjódýptin það mikil að bændur hafa orðið að beita vélskóflum til að grafa sig niður á heyrúllustæðurnar til að geta gefið búpeningnum. Þá er sauðburður umþaðbil að hefjast og marga bændur skortir nægilegt húsnæði til að hýsa ærnar og öll lömbin því þau geta ekki gengið úti við þessar aðstæður.

Bændur í þessum landshlutum hafa meðal annars brugðist við heyskorti með að skera niður bústofninn, og hefur aldrei verið slátrað fleiri hrossum á Norðurlandi en í vetur, samkvæmt upplýsingum bændasamtakanna og óttast menn að verulegar kalskemmdir muni svo koma í ljós í túnum, þegar snjórinn hverfur loks af þeim.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.