Innlent

Dæmdur í átta ára fangelsi

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Mynd úr safni.
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag Jens Hjartarson í átta ára fangelsi fyrir nauðgun, grófar líkamsárásir og fleiri brot. Árásirnar beindust gegn þremur konum á nokkurra mánaða tímabili í fyrra og fram kom í dómnum að þær hafi verið sérlega hrottalegar.

Jens, sem er 33 ára, á langan sakaferil að baki og hefur fimmtán sinnum verið dæmdur fyrir ýmis brot frá árinu 2002. Árið 2003 var hann dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir líkamsárás, tilraun til manndráps, valdstjórnarbrot og ólögmæta nauðung.

Honum er gert að greiða um 3,3 milljónir í miskabætur og allan sakarkostnað, rúmar 2,3 milljónir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×