Innlent

Veikburða Hæstarétti fagnað í Eymundsson

Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, segir að umbylta þurfi vinnubrögðum dómstóla á Íslandi. Allt of mörg mál komi fyrir Hæstarétt, breyta þurfi reglum um skipan dómara, stofna eigi millidómstig þegar í stað og auka þurfi gagnsæi í störfum réttarins.

Þetta kemur fram í nýútkominni bók Jóns Steinars, Veikburða Hæstiréttur, en útgáfuhóf bókarinnar var haldið í Eymundsson, Skólavörðustíg í dag. Ljósmyndarinn Gunnar V. Andrésson var á staðnum og smellti myndum af gestum og gangandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×