Innlent

Leitin að Önnu Kristínu engan árangur borið

Enn er leitað að Önnu Kristínu.
Enn er leitað að Önnu Kristínu.
Leitin að Önnu Kristínu Ólafsdóttur sem hefur verið saknað frá því á fimmtudagskvöld hefur engan árangur borið.

Þetta er þriðji dagurinn sem leitað er að henni, en allt að hundrað manns hafa komið að leitinni sem að mestu hefur farið fram í vestubænum skammt frá heimili hennar. Björgunarsveitarmenn hafa leitað í görðum í vesturbænum og farið hefur verið eftir öllum ábendingum sem hafa borist. 

Bátar frá björgunarsveit Landsbjargar og kafarar frá björgunarsveitunum, lögreglu og slökkviliði leituðu í sjónum við Ægissíðuna í gærdag en án árangurs.

Í morgun var enn ítarlegri leit gerð í sjónum þar sem stuðst var við rafstýrðan köfunarbát  með neðansjávarmyndavél á sama svæði. Gerð verður frekari leit þegar háfjara verður um þrjú leytið við Ægissíðuna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×