Innlent

Fleiri frambjóðendur dæmdir

Tveir á framboðslista Hægri grænna hafa hlotið dóma samkvæmt dómasafni héraðsdómstóla. Lárus Einarsson sem skipar 24.sæti í suðvesturkjördæmi fyrir flokkinn var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur 2006 í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða rúmar fjörutíu milljónir vegna vangoldins virðisaukaskatts hjá fyrirtæki sem hann átti og var framkvæmdastjóri hjá.  

Þá var Sindri Daði Rafnsson sem skipar 11.sæti suðvesturkjördæmis fyrir Hægri græna dæmdur 2006, til að greiða 50.000 króna sekt í Héraðsdómi Vestfjarða fyrir að hafa haft 148 kannabisfræ í farangri sínum á Leifsstöð þegar hann kom hingað til lands frá Kaupmannahöfn.  

Í flokki Sturlu Jónssonar - K lista hefur einn hlotið dóm í skuldamáli. Guðjón P. Einarsson sem skipar 14.sæti í Reykjavík suður var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrra til að greiða Íslandsbanka rúm sautján hundruð þúsund vegna deilna um tilurð yfirdráttar og afdrifa hans.

Þetta eru síðustu flokkarnir í dómayfirferð fréttastofu og Vísis á frambjóðendum stjórnmálaflokkanna. Tekið skal fram að allir frambjóðendur 15 flokka sem bjóða fram til Alþingiskosninga þann 27. apríl næstkomandi voru kannaðir.

Frambjóðendum var flett upp í dómasafni héraðsdómstóla sem nær eingöngu aftur til ársins 2006 og er öllum aðgengilegt.   


Tengdar fréttir

Fleiri frambjóðendur dæmdir - meðal annars fyrir líkamsárás

Fjórir á framboðslista Framsóknarflokksins hafa hlotið dóma á síðustu árum þar af einn sem sló annan mann hnefahöggi í andlitið. Tveir á framboðslistum Lýðræðisvaktarinnar hafa hlotið dóma fyrir meiðyrði á netinu og líkamsárás.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×