Innlent

Fimmtán ára stelpa kærði karlmann fyrir líflátshótanir og kynferðisofbeldi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fimmtán ára gömul stúlka sakar karlmann um að hafa hótað sér lífláti, neytt sig til að neyta fíkniefna og beitt sig kynferðisofbeldi. Atvikið gerðist á skírdag en gæsluvarðhalds yfir manninum var krafist á föstudaginn langa.

Stúlkan leitaði til neyðarmótttöku fyrir þolendur nauðgana eftir atvikið en maðurinn mun hafa troðið fingri upp í leggöng hennar. Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurðinn yfir manninum en það rennur út á morgun.

Í gæsluvarðhaldskröfu lögreglunnar kemur fram að brot mannsins geti varðað sextán ára fangelsi. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, sem Hæstiréttur staðfesti í dag, kemur fram að rökstuddur grunur um að kærði hafi gerst sekur um brot í umrætt sinn sem fangelsisrefsing liggur við.

Nýlega féll dómur í Hæstarétti þar sem maður var ákærður fyrir að hafa ráðist á konu og beita hana ofbeldi í félagi við aðra. Hann var einnig ákærður fyrir að hafa troðið fingri í leggöng hennar. Hann var hins vegar sýknaður af ákæru fyrir kynferðisbrot, þar sem það hafi verið ætlun hans að meiða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×