Innlent

Segja neyðarástand í kynferðisbrotum - verja 79 milljónum í forgangsaðgerðir

Frá fundinum.
Frá fundinum.
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja nú þegar tæplega 80 milljónum króna til þess að fjármagna forgangsaðgerðir til þess að bregðast við því sem ríkisstjórnin kallar neyðarástand í kynferðisbrotum gegn börnum. Allt í allt stendur til að verja um 300 milljónum í þessar aðgerðir.

Ríkisstjórnin hefur enn fremur ákveðið að verja 110 milljónum króna til þess að kaupa nýtt Barnahús, þar sem hitt er löngu sprungið að sögn Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra. Þannig eru núna biðlistar í Barnahús, en slíkt er einsdæmi að sögn Jóhönnu.

Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Niðurstöðurnar eru afrakstur vinnu nefndar sem var sett saman í janúar eftir umfjöllun Kastljóss um kynferðisbrot.

Sú umfjöllun hefur leitt af sér holskeflu kæra til lögreglu en þar liggja fyrir um 100 kærur vegna kynferðisbrota. Til samanburðar bárust 141 kynferðisbrotamál til lögreglunnar allt síðasta ári.

Nánar verður fjallað um tillögur hópsins á Vísi síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×