Presturinn biðst afsökunar María Lilja Þrastardóttir skrifar 9. apríl 2013 09:20 Húsavík. „Ég get ekki tjáð mig um einstök atriði úr okkar samtali því eðli málsins samkvæmt er ég bundinn þagnarskyldu. Ég rengi þó ekki orð hennar," segir Sighvatur Karlsson, sóknarprestur á Húsavík. Í Kastljósi í gærkvöldi var rætt við Guðnýju Jónu Kristjánsdóttur, sem var nauðgað á Húsavík árið 1999 þegar hún var sautján ára. Málið setti bæjarfélagið á annan endann og skiptust bæjarbúar í fylkingar ýmist með eða á móti gerandanum sem þó var dæmdur sekur. Í viðtalinu greinir Guðný Jóna frá því hvernig sumir í bænum hafi ýjað að því að hún ætti ekki að kæra. Þar með talinn sóknarpresturinn Sighvatur. Í samtali við Fréttablaðið harmar hann upplifun Guðnýjar Jónu af þeirra samskiptum og segir að sér hafi gengið gott eitt til. „Það var fyrst og fremst vilji minn að sýna henni stuðning. Hafi hún ekki upplifað hann þá bið ég hana afsökunar. Ég er þeirrar skoðunar að rannsaka beri allt ofbeldi." Aðspurður hvort það stangist ekki á við orð Guðnýjar Jónu segir hann það mögulega vera svo. „Ég man bara lítið eftir þessu samtali og ég veit því ekki af hverju ég sagði þetta. Það er ekki til neins að velta þessu upp. Minn vilji var að sýna meintum geranda stuðning." Sighvatur tekur fram að það hafi hann gert með því að reyna að koma í veg fyrir birtingu nafnalistans. Hann segir jafnframt að í öllum málum sé það mikilvægt að prestur gæti hlutleysis og í þessu máli líka gagnvart „meintum" geranda. „Ég trúi á mátt fyrirgefningarinnar í úrvinnslu allra mála," segir Sighvatur. Spurður nánar út í þau orð sín og hvort honum finnist sem Guðnýju Jónu sé skylt að fyrirgefa nauðgara sínum segist hann trúa að kærleikurinn sé ætíð rétti vegurinn. „Hún hefur nú unnið í sér og er vonandi komin á góðan stað. Þetta er mál sem samfélagið getur lært af, á því liggur ekki vafi. En ég biðst auðmjúkur afsökunar hafi ég sært einhvern." Tengdar fréttir „Það var fólk á listanum sem ég taldi vini mína“ Kastljósið sýndi í kvöld viðtal við Guðnýju Jónu Kristjánsdóttur sem upplifði það fyrir þrettán árum að stór hópur fólks á Húsavík snerist gegn henni þegar hún kærði skólabróður sinn fyrir nauðgun. 8. apríl 2013 21:14 Nauðgunin sem klauf bæjarfélag 113 einstaklingar skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu til varnar dæmdum nauðgara á Húsavík árið 2000. Málið var rifjað upp í Kastljósi í gærkvöldi. Fyrrverandi bæjarstjóri vildi lítið tjá sig vegna málsins en honum þykir þó sæta furðu að það sé dregið upp svo löngu síðar. 9. apríl 2013 09:42 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
„Ég get ekki tjáð mig um einstök atriði úr okkar samtali því eðli málsins samkvæmt er ég bundinn þagnarskyldu. Ég rengi þó ekki orð hennar," segir Sighvatur Karlsson, sóknarprestur á Húsavík. Í Kastljósi í gærkvöldi var rætt við Guðnýju Jónu Kristjánsdóttur, sem var nauðgað á Húsavík árið 1999 þegar hún var sautján ára. Málið setti bæjarfélagið á annan endann og skiptust bæjarbúar í fylkingar ýmist með eða á móti gerandanum sem þó var dæmdur sekur. Í viðtalinu greinir Guðný Jóna frá því hvernig sumir í bænum hafi ýjað að því að hún ætti ekki að kæra. Þar með talinn sóknarpresturinn Sighvatur. Í samtali við Fréttablaðið harmar hann upplifun Guðnýjar Jónu af þeirra samskiptum og segir að sér hafi gengið gott eitt til. „Það var fyrst og fremst vilji minn að sýna henni stuðning. Hafi hún ekki upplifað hann þá bið ég hana afsökunar. Ég er þeirrar skoðunar að rannsaka beri allt ofbeldi." Aðspurður hvort það stangist ekki á við orð Guðnýjar Jónu segir hann það mögulega vera svo. „Ég man bara lítið eftir þessu samtali og ég veit því ekki af hverju ég sagði þetta. Það er ekki til neins að velta þessu upp. Minn vilji var að sýna meintum geranda stuðning." Sighvatur tekur fram að það hafi hann gert með því að reyna að koma í veg fyrir birtingu nafnalistans. Hann segir jafnframt að í öllum málum sé það mikilvægt að prestur gæti hlutleysis og í þessu máli líka gagnvart „meintum" geranda. „Ég trúi á mátt fyrirgefningarinnar í úrvinnslu allra mála," segir Sighvatur. Spurður nánar út í þau orð sín og hvort honum finnist sem Guðnýju Jónu sé skylt að fyrirgefa nauðgara sínum segist hann trúa að kærleikurinn sé ætíð rétti vegurinn. „Hún hefur nú unnið í sér og er vonandi komin á góðan stað. Þetta er mál sem samfélagið getur lært af, á því liggur ekki vafi. En ég biðst auðmjúkur afsökunar hafi ég sært einhvern."
Tengdar fréttir „Það var fólk á listanum sem ég taldi vini mína“ Kastljósið sýndi í kvöld viðtal við Guðnýju Jónu Kristjánsdóttur sem upplifði það fyrir þrettán árum að stór hópur fólks á Húsavík snerist gegn henni þegar hún kærði skólabróður sinn fyrir nauðgun. 8. apríl 2013 21:14 Nauðgunin sem klauf bæjarfélag 113 einstaklingar skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu til varnar dæmdum nauðgara á Húsavík árið 2000. Málið var rifjað upp í Kastljósi í gærkvöldi. Fyrrverandi bæjarstjóri vildi lítið tjá sig vegna málsins en honum þykir þó sæta furðu að það sé dregið upp svo löngu síðar. 9. apríl 2013 09:42 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
„Það var fólk á listanum sem ég taldi vini mína“ Kastljósið sýndi í kvöld viðtal við Guðnýju Jónu Kristjánsdóttur sem upplifði það fyrir þrettán árum að stór hópur fólks á Húsavík snerist gegn henni þegar hún kærði skólabróður sinn fyrir nauðgun. 8. apríl 2013 21:14
Nauðgunin sem klauf bæjarfélag 113 einstaklingar skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu til varnar dæmdum nauðgara á Húsavík árið 2000. Málið var rifjað upp í Kastljósi í gærkvöldi. Fyrrverandi bæjarstjóri vildi lítið tjá sig vegna málsins en honum þykir þó sæta furðu að það sé dregið upp svo löngu síðar. 9. apríl 2013 09:42