Presturinn biðst afsökunar María Lilja Þrastardóttir skrifar 9. apríl 2013 09:20 Húsavík. „Ég get ekki tjáð mig um einstök atriði úr okkar samtali því eðli málsins samkvæmt er ég bundinn þagnarskyldu. Ég rengi þó ekki orð hennar," segir Sighvatur Karlsson, sóknarprestur á Húsavík. Í Kastljósi í gærkvöldi var rætt við Guðnýju Jónu Kristjánsdóttur, sem var nauðgað á Húsavík árið 1999 þegar hún var sautján ára. Málið setti bæjarfélagið á annan endann og skiptust bæjarbúar í fylkingar ýmist með eða á móti gerandanum sem þó var dæmdur sekur. Í viðtalinu greinir Guðný Jóna frá því hvernig sumir í bænum hafi ýjað að því að hún ætti ekki að kæra. Þar með talinn sóknarpresturinn Sighvatur. Í samtali við Fréttablaðið harmar hann upplifun Guðnýjar Jónu af þeirra samskiptum og segir að sér hafi gengið gott eitt til. „Það var fyrst og fremst vilji minn að sýna henni stuðning. Hafi hún ekki upplifað hann þá bið ég hana afsökunar. Ég er þeirrar skoðunar að rannsaka beri allt ofbeldi." Aðspurður hvort það stangist ekki á við orð Guðnýjar Jónu segir hann það mögulega vera svo. „Ég man bara lítið eftir þessu samtali og ég veit því ekki af hverju ég sagði þetta. Það er ekki til neins að velta þessu upp. Minn vilji var að sýna meintum geranda stuðning." Sighvatur tekur fram að það hafi hann gert með því að reyna að koma í veg fyrir birtingu nafnalistans. Hann segir jafnframt að í öllum málum sé það mikilvægt að prestur gæti hlutleysis og í þessu máli líka gagnvart „meintum" geranda. „Ég trúi á mátt fyrirgefningarinnar í úrvinnslu allra mála," segir Sighvatur. Spurður nánar út í þau orð sín og hvort honum finnist sem Guðnýju Jónu sé skylt að fyrirgefa nauðgara sínum segist hann trúa að kærleikurinn sé ætíð rétti vegurinn. „Hún hefur nú unnið í sér og er vonandi komin á góðan stað. Þetta er mál sem samfélagið getur lært af, á því liggur ekki vafi. En ég biðst auðmjúkur afsökunar hafi ég sært einhvern." Tengdar fréttir „Það var fólk á listanum sem ég taldi vini mína“ Kastljósið sýndi í kvöld viðtal við Guðnýju Jónu Kristjánsdóttur sem upplifði það fyrir þrettán árum að stór hópur fólks á Húsavík snerist gegn henni þegar hún kærði skólabróður sinn fyrir nauðgun. 8. apríl 2013 21:14 Nauðgunin sem klauf bæjarfélag 113 einstaklingar skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu til varnar dæmdum nauðgara á Húsavík árið 2000. Málið var rifjað upp í Kastljósi í gærkvöldi. Fyrrverandi bæjarstjóri vildi lítið tjá sig vegna málsins en honum þykir þó sæta furðu að það sé dregið upp svo löngu síðar. 9. apríl 2013 09:42 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
„Ég get ekki tjáð mig um einstök atriði úr okkar samtali því eðli málsins samkvæmt er ég bundinn þagnarskyldu. Ég rengi þó ekki orð hennar," segir Sighvatur Karlsson, sóknarprestur á Húsavík. Í Kastljósi í gærkvöldi var rætt við Guðnýju Jónu Kristjánsdóttur, sem var nauðgað á Húsavík árið 1999 þegar hún var sautján ára. Málið setti bæjarfélagið á annan endann og skiptust bæjarbúar í fylkingar ýmist með eða á móti gerandanum sem þó var dæmdur sekur. Í viðtalinu greinir Guðný Jóna frá því hvernig sumir í bænum hafi ýjað að því að hún ætti ekki að kæra. Þar með talinn sóknarpresturinn Sighvatur. Í samtali við Fréttablaðið harmar hann upplifun Guðnýjar Jónu af þeirra samskiptum og segir að sér hafi gengið gott eitt til. „Það var fyrst og fremst vilji minn að sýna henni stuðning. Hafi hún ekki upplifað hann þá bið ég hana afsökunar. Ég er þeirrar skoðunar að rannsaka beri allt ofbeldi." Aðspurður hvort það stangist ekki á við orð Guðnýjar Jónu segir hann það mögulega vera svo. „Ég man bara lítið eftir þessu samtali og ég veit því ekki af hverju ég sagði þetta. Það er ekki til neins að velta þessu upp. Minn vilji var að sýna meintum geranda stuðning." Sighvatur tekur fram að það hafi hann gert með því að reyna að koma í veg fyrir birtingu nafnalistans. Hann segir jafnframt að í öllum málum sé það mikilvægt að prestur gæti hlutleysis og í þessu máli líka gagnvart „meintum" geranda. „Ég trúi á mátt fyrirgefningarinnar í úrvinnslu allra mála," segir Sighvatur. Spurður nánar út í þau orð sín og hvort honum finnist sem Guðnýju Jónu sé skylt að fyrirgefa nauðgara sínum segist hann trúa að kærleikurinn sé ætíð rétti vegurinn. „Hún hefur nú unnið í sér og er vonandi komin á góðan stað. Þetta er mál sem samfélagið getur lært af, á því liggur ekki vafi. En ég biðst auðmjúkur afsökunar hafi ég sært einhvern."
Tengdar fréttir „Það var fólk á listanum sem ég taldi vini mína“ Kastljósið sýndi í kvöld viðtal við Guðnýju Jónu Kristjánsdóttur sem upplifði það fyrir þrettán árum að stór hópur fólks á Húsavík snerist gegn henni þegar hún kærði skólabróður sinn fyrir nauðgun. 8. apríl 2013 21:14 Nauðgunin sem klauf bæjarfélag 113 einstaklingar skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu til varnar dæmdum nauðgara á Húsavík árið 2000. Málið var rifjað upp í Kastljósi í gærkvöldi. Fyrrverandi bæjarstjóri vildi lítið tjá sig vegna málsins en honum þykir þó sæta furðu að það sé dregið upp svo löngu síðar. 9. apríl 2013 09:42 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
„Það var fólk á listanum sem ég taldi vini mína“ Kastljósið sýndi í kvöld viðtal við Guðnýju Jónu Kristjánsdóttur sem upplifði það fyrir þrettán árum að stór hópur fólks á Húsavík snerist gegn henni þegar hún kærði skólabróður sinn fyrir nauðgun. 8. apríl 2013 21:14
Nauðgunin sem klauf bæjarfélag 113 einstaklingar skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu til varnar dæmdum nauðgara á Húsavík árið 2000. Málið var rifjað upp í Kastljósi í gærkvöldi. Fyrrverandi bæjarstjóri vildi lítið tjá sig vegna málsins en honum þykir þó sæta furðu að það sé dregið upp svo löngu síðar. 9. apríl 2013 09:42