Innlent

Leggja sig fram að ná samningum

Oddný Harðardóttir
Oddný Harðardóttir
Þingflokkar stjórnarflokkanna funduðu á Alþingi í gærkvöldi, hvor í sínu lagi, þar sem þingmenn voru upplýstir um stöðu mála. Oddný Harðardóttir, formaður þingflokks Samfylkingar, sagði í samtali við fréttastofu nú í morgun að allir leggi sig fram við að ná samningum. Þingflokkur Vinstri grænna fundar aftur um hádegisbilið.

Illa gengur að leysa þrátefli stjórnarflokkanna og Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins í stjórnarskrármálinu. Á föstudag sagði Ólína Þorvarðardóttir að mögulega sé tími komin á að beita 71. grein þingskaparlaga. En með beitingu þeirrar greinar er hægt að þvinga fram atkvæðagreiðslu það hefur samt ekki gerst frá því árið 1949. Þá var þvinguð var fram atkvæðagreiðsla um aðild Íslands að NATO sem leiddi síðan til óeirða á Austurvelli.

Margir meinbugir eru þó taldir á þessari aðferð. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, kallar eftir því að brýnni mál sem meiri sátt ríkir um verði sett á dagskrá Alþingis




Fleiri fréttir

Sjá meira


×