Innlent

Margir vanrækja að endurnýja haffærisskírteini

Óvenju mikil brögð eru að því að eigendur skipa og einkum smábáta, gleymi að endurnýja haffæriskirteini og að lögskrá skipverja. Hafði stjórnstöð Landhelgisgæslunnar samband við yfir 20 báta í gær til að minna þá á þessa vanrækslu.

Verði ekki þegar bætt úr verður tekið á málunum sem hverjum öðrum lögbrotum. Tryggingar skipverja og bátanna sjálfra geta verið í uppnámi, ef þessir þættir eru vanræktir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×