Innlent

Leituðu að öldruðum manni um miðnættið

Björgunarsvveitir á Suðurlandi voru kallaðar út laust fyrir miðnætti, til að leita að 85 ára manni, sem ekki hafði skilað sér heim á tilsettum tíma.

Bilaður bíll hans fannst við afleggjara að eyðibýli norðan við Eyrarbakka, og maðurinn fannst við Óseyri skömmu síðar.

Þegar bíllinn bilaði ætlaði hann að ganga til Eyrarbakka, en datt í myrkrinu og vankaðist, og villtist við það. Hann var þó ómeiddur og var fljótur að jafna sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×