Innlent

Þrjú sanddæluskip á fullu í Landeyjahöfn

MYND/Arnþór
Þrjú sanddæluskip vinna nú af fullum krafti við að dæla sandi úr Landeyjahöfn og gæti hún orðið fær fyrir Herjólf eftir nokkra daga, ef veður helst hagstætt.

Perla er að dæla úr höfninni sjálfri, Dísa úr hafnarmynninu og Sóley dælir úr rifinu fyrr utan. Dælt er allan sólarhringinn, en nú eru nærri fjórir mánuðir síðan Herjólfur hætti að sigla til Landeyjahafnar eftir að skipið rak skrúfuna í hafnargarðinn þar.

Á fréttavefnum Sunnlenska segir að öll mannvirki við höfnina séu eins og draugabær yfir að líta eftir sand- og öskufokið í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×