Innlent

Áreitti ungan dreng í gufunni

Ungir drengir að leik í Vatnaveröld - Sundmiðstöð Keflavíkur. Myndin tengist fréttinni ekki.
Ungir drengir að leik í Vatnaveröld - Sundmiðstöð Keflavíkur. Myndin tengist fréttinni ekki. Mynd/Reykjanesbaer.is
Íslenskur karlmaður á fertugsaldri var handtekinn fyrir kynferðislega áreitni við ungan dreng í Sundmiðstöð Keflavíkur í síðustu viku. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu að sögn Víkurfrétta.

Maðurinn hafði verið nokkra stund á sundlaugarsvæðinu og heitum pottum en áreitnin átti sér stað í gufunni. Drengurinn hafði nýlokið sundæfingu og fór þaðan í pottinn og gufuna með æfingafélögum sínum.

Félagar drengsins yfirgáfu gufuna á undan honum þannig að drengurinn var einn eftir með manninum. Var það þá sem meint áreitni átti sér stað. Drengurinn hljóp úr gufunni og gerði starfsmönnum sundmiðstöðvarinnar aðvart. Var lögregla kölluð til sem handtók manninn.

Maðurinn var nýkominn úr millilandaflugi og er víst ekki heimamaður. Hann var undir verulegum áhrifum áfengis. Gæsluvarðhaldsbeiðni var hafnað en gefið út farbann á manninn samkvæmt heimildum Víkurfrétta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×