Innlent

Flóð í ám víða á landinu

Allir vatnamælar Veðurstofunnar í ám á vestan- sunnan- og suðaustanverðu landi sýna nú rautt, sem þýðir mjög mikið rennsli.

Ekki er þó búist við viðlíka flóðum og urðu árið 2006 þegar margir bæir urðu um flotnir. Bæði er vatnsmagnið minna núna en þá, og svo voru árnar ekki ísi lagðar þegar hlákan hófst núna, en slíkt getur valdið stíflum og flóðum í kjölfarið.

Vatn flæðir þó yfir Auðsholtsveg skammt frá Flúðum, og í gærkvöldi rann yfir veginn í Skaftafelli.

Eyjafjarðará gutlaði líka eitthavð yfir veginn við Hrafnagil, en hvergi er vitað til óhappa eða teljandi vandræða, og svo á að fara að sjatna í ánum þegar líður á daginn og veður fer að kólna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×