Segja mælingar ASÍ villandi fyrir neytendur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2013 13:13 Gunnar Ingi Sigurðsson Forsvarsmenn Hagkaups hafa ákveðið að hætta þátttöku í verðkönnunum Alþýðusambands Íslands, ASÍ. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að ákvörðunin hafi verið tekin eftir árangurslausar athugasemdir við framkvæmd og framsetningu þeirra um langt skeið. ASÍ hefur undanfarin ár fylgst með vöruverði í verslunum hér á landi. Eftirlitið fer þannig fram að starfsmenn á vegum stofnunarinnar fara í verslanir og kanna vöruverð. Forsvarsmönnum fyrirtækja er ekki tilkynnt um tímasetningu eftirlitsferða ASÍ. „Við höfum bent ASÍ á að mælingar samtakanna séu algjörlega ómarktækar þar sem þær eru ekki að mæla markaðinn í heild, heldur nánast eingöngu lágvöruverðsmarkaðinn og þar með villandi fyrir neytendur en okkur er varla svarað, hvað þá að tekið sé tillit til athugasemda okkar," segir Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaups í fréttatilkynningunni. Gunnar Ingi bendir á að fjöldi verslana taki ekki þátt í könnuninni sem skekki myndina verulega. Verslanirnar Nóatún, Kostur og Víðir neituðu þátttöku í síðustu könnun sem fram fór í desember. Í fréttatilkynningunni segir Gunnar Ingi að Samkaup Úrval, Strax, Þín verslun, 10-11 og Melabúðin hafi einnig ýmist dregið sig úr verðkönnuninni eða verð sé ekki kannað þar af hálfu ASÍ. „Við vitum fullvel að vöruverð í Hagkaupi er mun lægra en hjá fjölda verslana sem ekki taka þátt en samt slær ASÍ því upp í fyrirsögnum að við séum dýrastir. Það getum við aldrei sætt okkur við," segir Gunnar Ingi. Gunnar Ingi segir Hagkaup til í samstarf og áframhaldandi þátttöku í verðkönnunum ASÍ en ekki á röngum forsendum þar sem sannleikurinn sé afbakaður. „Við verðum því miður að bætast í sívaxandi hóp verslana sem hefur fengið nóg af slælegum vinnubrögðum ASÍ og segir skilið við þessar kannanir," segir Gunnar Ingi í fréttatilkynningunni. Hana má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Sjá meira
Forsvarsmenn Hagkaups hafa ákveðið að hætta þátttöku í verðkönnunum Alþýðusambands Íslands, ASÍ. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að ákvörðunin hafi verið tekin eftir árangurslausar athugasemdir við framkvæmd og framsetningu þeirra um langt skeið. ASÍ hefur undanfarin ár fylgst með vöruverði í verslunum hér á landi. Eftirlitið fer þannig fram að starfsmenn á vegum stofnunarinnar fara í verslanir og kanna vöruverð. Forsvarsmönnum fyrirtækja er ekki tilkynnt um tímasetningu eftirlitsferða ASÍ. „Við höfum bent ASÍ á að mælingar samtakanna séu algjörlega ómarktækar þar sem þær eru ekki að mæla markaðinn í heild, heldur nánast eingöngu lágvöruverðsmarkaðinn og þar með villandi fyrir neytendur en okkur er varla svarað, hvað þá að tekið sé tillit til athugasemda okkar," segir Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaups í fréttatilkynningunni. Gunnar Ingi bendir á að fjöldi verslana taki ekki þátt í könnuninni sem skekki myndina verulega. Verslanirnar Nóatún, Kostur og Víðir neituðu þátttöku í síðustu könnun sem fram fór í desember. Í fréttatilkynningunni segir Gunnar Ingi að Samkaup Úrval, Strax, Þín verslun, 10-11 og Melabúðin hafi einnig ýmist dregið sig úr verðkönnuninni eða verð sé ekki kannað þar af hálfu ASÍ. „Við vitum fullvel að vöruverð í Hagkaupi er mun lægra en hjá fjölda verslana sem ekki taka þátt en samt slær ASÍ því upp í fyrirsögnum að við séum dýrastir. Það getum við aldrei sætt okkur við," segir Gunnar Ingi. Gunnar Ingi segir Hagkaup til í samstarf og áframhaldandi þátttöku í verðkönnunum ASÍ en ekki á röngum forsendum þar sem sannleikurinn sé afbakaður. „Við verðum því miður að bætast í sívaxandi hóp verslana sem hefur fengið nóg af slælegum vinnubrögðum ASÍ og segir skilið við þessar kannanir," segir Gunnar Ingi í fréttatilkynningunni. Hana má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent