Fimm eiga góðan möguleika á því að tryggja sig inn á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2013 06:00 Mynd/Stefán Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fer fram í Laugardalshöllinni um helgina en tæplega 150 keppendur úr þrettán félögum eru skráðir til leiks. Mótið er eitt af hápunktum innanhússtímabilsins ásamt bikarkeppninni og Evrópumeistaramótinu innanhúss sem fram fer í Gautaborg fyrstu helgina í mars. ÍR er framkvæmdaraðili mótsins og munu um 50 manns koma að framkvæmdinni. Keppnin stendur frá eitt til þrjú bæði laugardag og sunnudag. Töluverð spenna verður í mörgum greinum þar sem keppendur reyna við lágmörk á Evrópumeistaramótið í Gautaborg en það lítur út fyrir að um fimm íslenskir frjálsíþróttamenn eigi góðan möguleika á að ná lágmarki á þetta mót. Aníta Hinriksdóttir er eini íslenski frjálsíþróttamaðurinn sem er kominn með farseðilinn til Gautaborgar en hún hefur tvíbætt metið í 800 metra hlaupi á síðustu vikum. Aníta keppir í 800 metra hlaupi um helgina og mun hún mögulega setja fókus á enn eitt metið en hún keppir einnig í 400 metra hlaupi og etur þar kappi við Hafdísi Sigurðardóttir UFA sem hljóp sitt besta 400m hlaup frá upphafi um síðustu helgi. Nokkrir kappar eiga möguleika á að bætast í íslenska EM-hópinn en í 400 metra hlaupi, 800 metra hlaupi og langstökki eru menn nálægt lágmarkinu inn á mótið. Ívar Kristinn Jasonarson úr ÍR, Kolbeinn H. Gunnarsson úr UFA og Trausti Stefánsson úr FH berjast um sigurinn í 400 metra hlaupi en þeir hafa allir hlaupið vel það sem af er tímabilinu. Ívar og Kristinn hafa hlaupið mjög nærri lágmarki og sama má segja um Trausta. Lágmarkið á EM er 48,00 sekúndum en Kolbeinn er 3/100 sek frá því, Ívar er um 6/100 sek frá því og Trausti um 56/100 sek frá lágmarkinu. Tími Kolbeins er 48,03 sekúndur er jafnframt Íslandsmet og verður spennandi að sjá hvort að það met fellur aðeins tveggja vikna gamalt. Í 800 metra hlaupi há þeir Snorri Sigurðsson ÍR og Kristinn Þór Kristinsson HSK einvígi en þeir hafa báðir hlaupið mjög vel og eru stutt frá lágmarkinu en Snorri hefur hraðast hlaupið á 1:51.40 mínútum sem er aðeins 6/10 frá EM lágmarkinu og Kristinn á best 1:51,90 mínútur. Í langstökkinu eru það Kristinn Torfason FH og Þorsteinn Ingvarsson sem báðir berjast um bæði sigurinn en einnig við lágmarkið á EM. Lágmarkið er 7,65 metrar. Óðinn Björn Þorsteinsson FH er líka mættur í kasthringinn í fyrsta sinn á þessu tímabili og gæti bæst í hópinn með góðu kasti en hann þarf þá að kasta yfir 19 metra slétta.Byggt á fréttatilkynningu frá ÍR (mótshaldara). Frjálsar íþróttir Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Sjá meira
Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fer fram í Laugardalshöllinni um helgina en tæplega 150 keppendur úr þrettán félögum eru skráðir til leiks. Mótið er eitt af hápunktum innanhússtímabilsins ásamt bikarkeppninni og Evrópumeistaramótinu innanhúss sem fram fer í Gautaborg fyrstu helgina í mars. ÍR er framkvæmdaraðili mótsins og munu um 50 manns koma að framkvæmdinni. Keppnin stendur frá eitt til þrjú bæði laugardag og sunnudag. Töluverð spenna verður í mörgum greinum þar sem keppendur reyna við lágmörk á Evrópumeistaramótið í Gautaborg en það lítur út fyrir að um fimm íslenskir frjálsíþróttamenn eigi góðan möguleika á að ná lágmarki á þetta mót. Aníta Hinriksdóttir er eini íslenski frjálsíþróttamaðurinn sem er kominn með farseðilinn til Gautaborgar en hún hefur tvíbætt metið í 800 metra hlaupi á síðustu vikum. Aníta keppir í 800 metra hlaupi um helgina og mun hún mögulega setja fókus á enn eitt metið en hún keppir einnig í 400 metra hlaupi og etur þar kappi við Hafdísi Sigurðardóttir UFA sem hljóp sitt besta 400m hlaup frá upphafi um síðustu helgi. Nokkrir kappar eiga möguleika á að bætast í íslenska EM-hópinn en í 400 metra hlaupi, 800 metra hlaupi og langstökki eru menn nálægt lágmarkinu inn á mótið. Ívar Kristinn Jasonarson úr ÍR, Kolbeinn H. Gunnarsson úr UFA og Trausti Stefánsson úr FH berjast um sigurinn í 400 metra hlaupi en þeir hafa allir hlaupið vel það sem af er tímabilinu. Ívar og Kristinn hafa hlaupið mjög nærri lágmarki og sama má segja um Trausta. Lágmarkið á EM er 48,00 sekúndum en Kolbeinn er 3/100 sek frá því, Ívar er um 6/100 sek frá því og Trausti um 56/100 sek frá lágmarkinu. Tími Kolbeins er 48,03 sekúndur er jafnframt Íslandsmet og verður spennandi að sjá hvort að það met fellur aðeins tveggja vikna gamalt. Í 800 metra hlaupi há þeir Snorri Sigurðsson ÍR og Kristinn Þór Kristinsson HSK einvígi en þeir hafa báðir hlaupið mjög vel og eru stutt frá lágmarkinu en Snorri hefur hraðast hlaupið á 1:51.40 mínútum sem er aðeins 6/10 frá EM lágmarkinu og Kristinn á best 1:51,90 mínútur. Í langstökkinu eru það Kristinn Torfason FH og Þorsteinn Ingvarsson sem báðir berjast um bæði sigurinn en einnig við lágmarkið á EM. Lágmarkið er 7,65 metrar. Óðinn Björn Þorsteinsson FH er líka mættur í kasthringinn í fyrsta sinn á þessu tímabili og gæti bæst í hópinn með góðu kasti en hann þarf þá að kasta yfir 19 metra slétta.Byggt á fréttatilkynningu frá ÍR (mótshaldara).
Frjálsar íþróttir Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Sjá meira