Kári Steinn og Rannveig eru hlauparar ársins 2012 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2013 11:30 Kári Steinn Karlsson úr Breiðabliki. Mynd/Anton Framfarir – hollvinafélag millivegalengda og langhlaupara, völdu um helgina frammúrskarandi hlaupara og hlaupahópa ársins 2012 en þetta er tíunda árið í röð sem samtökin afhenda þessi verðlaun. Viðurkenningarnar voru veittar á Reykjavík International Games í Laugardalshöll. Rannveig Oddsdóttir úr UFA og Kári Steinn Karlsson úr Breiðabliki voru kosin hlauparar ársins en þau efnilegustu þóttu vera Aníta Hinriksdóttir úr ÍR og Arnar Orri Sveinsson úr ÍR.Hér fyrir neðan má sjá rökstuðning valnefndarinnar.Konur:Hlaupari ársins: Rannveig Oddsdóttir UFA Rannveig hefur bætt árangur sinn jafnt og þétt undanfarin ár. Rannveig náði sínum besta árangri í 10 km hlaupi í sumar en þá hljóp hún á tímanum 37:11 mín í Akureyrarhlaupinu sem jafnframt var Íslandsmótið í 10 km götuhlaupi og bar hún þar sigur úr bítum. Þá tók hún þátt í Berlínarmaraþoninu í október þar sem hún náði öðrum besta tíma Íslendings frá upphafi 2:52,3 klst Þessi árangur fleytti henni inn í Ólympíuhóp FRÍ 2016.Mestu framfarir: Rannveig Oddsdóttir UFA Rannveig bætti tímann sinn í 10 km götuhlaupi úr 37:51 mín árið 2010 í 37:11 mín árið 2012. Hún bætti tímann sinn í hálfu maraþoni úr 1:24:05 klst í 1:23:19 klst og síðast en ekki síst bætti hún tímann sinn í maraþoni úr 2:57:33 klst í 2:53:3 klst.Efnilegasti unglingurinn: Aníta Hinriksdóttir ÍR Aníta Hinriksdóttir átti frábært ár og stimplaði sig inn sem besti hlaupari landsins og okkar mesta efni í millivegalengdum og langhlaupum fyrr og síðar. Aníta bætti fjöldamörg Íslandsmet á árinu, en þar ber hæst metið 800m hlaupi kvenna innanhúss þegar hún hljóp á 2:05,96 mín snemma í janúar og 800m hlaup kvenna utanhúss 2:03,15 mín í júlí þar sem hún bætti 29 ára gamal met Ragnheiðar Ólafsdóttur FH. Hún stimplaði sig á alþjóðagrundu þegar hún náði 4. sæti á HM 17 ára og yngri í Barcelona Spáni í sumar.Karlar:Hlaupari ársins: Kári Steinn Karlsson Breiðablik Kári Steinn stóð sig frábærlega á Ólympíuleikunum í London árið 2012 þar sem hann náði 42. sæti af yfir 100k eppendum á tímanum 2:18:47 klst.. Þá náði hann á vormánuðum 3. sæti á Norðurlandamótinu í 10 km brautarhlaupi á tímanum 29:50,56 mín ásamt því að vinna öll mót og halup sem hann tók þátt í á íslenskri grundu.Mestu framfarir: Ingvar Hjartarson Fjölni Ingvar stimplaði sig inn sem hörku hlaupara á árinu 2012. Hann bætti 5000m tímann sinn innanhúss úr 16:49,52 mín árið 2011 í 15:16,04 mín árið 2012 sem er veruleg bætin. Þá syndic hann styrk sinn í götuhlaupunum þegar hann hljóp 10km á 33:47 mín í Brúarhlaupinu og náði 2. sæti í Gamlárshlaupi ÍR.Efnilegasti unglingurinn: Arnar Orri Sveinsson ÍR Arnar Orri sannaði sig sem mikið efni í millivegalengdahlaupum þegar hann hljóp 800m á 2:01,81 mín utanhúss (bæting úr 2:03,01 mín) og 2:00,20 mín innahúss (bæting úr 2:04,01 mín).Hlaupahópur ársins: Afrekshópur – Ármann Daníel Smári Guðmundsson Valnefndin varskipuð var Jóni Sævari Þórðarsyni, Ragnheiði Ólafsdóttur, Sigurði Pétir Sigmundssyni og Stefáni Guðmundssyni. Frjálsar íþróttir Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur Sjá meira
Framfarir – hollvinafélag millivegalengda og langhlaupara, völdu um helgina frammúrskarandi hlaupara og hlaupahópa ársins 2012 en þetta er tíunda árið í röð sem samtökin afhenda þessi verðlaun. Viðurkenningarnar voru veittar á Reykjavík International Games í Laugardalshöll. Rannveig Oddsdóttir úr UFA og Kári Steinn Karlsson úr Breiðabliki voru kosin hlauparar ársins en þau efnilegustu þóttu vera Aníta Hinriksdóttir úr ÍR og Arnar Orri Sveinsson úr ÍR.Hér fyrir neðan má sjá rökstuðning valnefndarinnar.Konur:Hlaupari ársins: Rannveig Oddsdóttir UFA Rannveig hefur bætt árangur sinn jafnt og þétt undanfarin ár. Rannveig náði sínum besta árangri í 10 km hlaupi í sumar en þá hljóp hún á tímanum 37:11 mín í Akureyrarhlaupinu sem jafnframt var Íslandsmótið í 10 km götuhlaupi og bar hún þar sigur úr bítum. Þá tók hún þátt í Berlínarmaraþoninu í október þar sem hún náði öðrum besta tíma Íslendings frá upphafi 2:52,3 klst Þessi árangur fleytti henni inn í Ólympíuhóp FRÍ 2016.Mestu framfarir: Rannveig Oddsdóttir UFA Rannveig bætti tímann sinn í 10 km götuhlaupi úr 37:51 mín árið 2010 í 37:11 mín árið 2012. Hún bætti tímann sinn í hálfu maraþoni úr 1:24:05 klst í 1:23:19 klst og síðast en ekki síst bætti hún tímann sinn í maraþoni úr 2:57:33 klst í 2:53:3 klst.Efnilegasti unglingurinn: Aníta Hinriksdóttir ÍR Aníta Hinriksdóttir átti frábært ár og stimplaði sig inn sem besti hlaupari landsins og okkar mesta efni í millivegalengdum og langhlaupum fyrr og síðar. Aníta bætti fjöldamörg Íslandsmet á árinu, en þar ber hæst metið 800m hlaupi kvenna innanhúss þegar hún hljóp á 2:05,96 mín snemma í janúar og 800m hlaup kvenna utanhúss 2:03,15 mín í júlí þar sem hún bætti 29 ára gamal met Ragnheiðar Ólafsdóttur FH. Hún stimplaði sig á alþjóðagrundu þegar hún náði 4. sæti á HM 17 ára og yngri í Barcelona Spáni í sumar.Karlar:Hlaupari ársins: Kári Steinn Karlsson Breiðablik Kári Steinn stóð sig frábærlega á Ólympíuleikunum í London árið 2012 þar sem hann náði 42. sæti af yfir 100k eppendum á tímanum 2:18:47 klst.. Þá náði hann á vormánuðum 3. sæti á Norðurlandamótinu í 10 km brautarhlaupi á tímanum 29:50,56 mín ásamt því að vinna öll mót og halup sem hann tók þátt í á íslenskri grundu.Mestu framfarir: Ingvar Hjartarson Fjölni Ingvar stimplaði sig inn sem hörku hlaupara á árinu 2012. Hann bætti 5000m tímann sinn innanhúss úr 16:49,52 mín árið 2011 í 15:16,04 mín árið 2012 sem er veruleg bætin. Þá syndic hann styrk sinn í götuhlaupunum þegar hann hljóp 10km á 33:47 mín í Brúarhlaupinu og náði 2. sæti í Gamlárshlaupi ÍR.Efnilegasti unglingurinn: Arnar Orri Sveinsson ÍR Arnar Orri sannaði sig sem mikið efni í millivegalengdahlaupum þegar hann hljóp 800m á 2:01,81 mín utanhúss (bæting úr 2:03,01 mín) og 2:00,20 mín innahúss (bæting úr 2:04,01 mín).Hlaupahópur ársins: Afrekshópur – Ármann Daníel Smári Guðmundsson Valnefndin varskipuð var Jóni Sævari Þórðarsyni, Ragnheiði Ólafsdóttur, Sigurði Pétir Sigmundssyni og Stefáni Guðmundssyni.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur Sjá meira