Vísindin gætu geymt lausnina í einu stærsta hagsmunamáli Íslands Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. janúar 2013 23:16 Evrópumálaráðherra Íra, sem fara nú með formennsku í ESB, telur að Íslendingar geti fengið sérlausn um sjávarútveg í samningaviðræðum við sambandið. Hún telur lausn makríldeilunnar felast í því að deiluaðilar sammælist um vísindalegar staðreyndir um makrílstofninn og því geti lausnin falist í frekari rannsóknum á stofninum. Lucinda Creighton, hinn ungi en reynslumikli Evrópumálaráðherra Íra, er hér á landi í annað sinn á skömmum tíma en Írar tóku við formennsku í ESB um áramótin af kýpur. Creighton átti fund með Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra þar sem þau fóru yfir það sem hæst bar á góma í viðræðum Íslands við sambandið. Þar var makríldeilan ekki undanskilin en deilan hefur verið sögð seinka því að Íslendingar geti lagt fram opnunarviðmið um sjávarútveg og þannig hafið formlega viðræður um þann málaflokk. Málið er viðkvæmt, en hvorki fulltrúar Evrópusambandsins né íslensk stjórnvöld hafa opinberlega viðurkennt að makríldeilan hafi tafið að viðræður um sjávarútvegskaflann gætu hafist. Þá samþykkti Evrópuþingið í fyrra lögfestingu tilskipunar um refsiaðgerðir gegn ríkjum sem stunda ósjálfbærar veiðar á stofnum sem deilt er um (lesist, makríl). Þessari tilskipun hefur hins vegar ekki verið beitt, þótt kallað hafi verið eftir því, meðal annars af Richard Benyon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Bretlands. Creighton segir í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að lausn á makríldeilunni geti falist í frekari rannsóknum á stofninum, sem er flökkustofn. Um ótvíræða hagsmuni er að ræða fyrir íslenskt efnahagslíf en makríllinn skilaði þjóðarbúinu 25 milljörðum króna á árinu 2011. Upphæðin er svipuð fyrir 2012 þótt staðfestar tölur liggi ekki fyrir. Ekki þarf að velkjast í vafa um hversu mikilvægar makrílveiðarnar eru Íslendingum og hversu stóran þátt þær áttu í viðsnúningi í rekstri margra sjávarútvegsfyrirtækja. Þá þarf ekki að minnast á afleidd áhrif eins og fjárfestingar vegna aukinna tekna.Það er vísindaleg staðreynd að stærstan hluta lífmassa tegundarinnar er að finna innan íslenskrar lögsögu. Er það ekki ósanngjörn afstaða af hálfu ESB að eigna sér 90% af makrílkvótanum og ætla Íslendingum að deila 10% með Færeyjum og Rússlandi? „Ég ætla ekki að fara út í rökræður um hvað sé sanngjarnt en flökkumynstur þessarar tegundar er auðvitað breytingum háð frá ári til árs. Mér skilst að umfangsmikil talning fari fram á makrílstofninum næsta sumar. Það mun hjálpa okkur að taka ákvörðun. Oft er ágreiningur um vísindaleg gögn og þau eru túlkuð með mismunandi hætti og kynnt með ólíkum hætti hjá aðildarríkjum. Í kjölfar talningarinnar næsta sumar munu menn vonandi verða sammála um niðurstöðurnar og ég tel að þær verði mikilvægur grunnur fyrir samningaviðræður og endanlega niðurstöðu hvað varðar samning sem verður ásættanlegur fyrir Ísland og hin ríkin,“ segir Creighton. Nú hefur verið ákveðið að hægja á aðildarviðræðum fram að kosningum. Engar nýir kaflar verða opnaðir. Creighton segir að í viðræðum um sjávarútveg, verði þær að veruleika, sé fullkomlega raunhæft að ná fram sérlausnum fyrir íslenskan sjávarútveg. „Hin sameiginlega fiskveiðistefna ESB snýst um að hámarka arð sjávarútvegs í allri Evrópu. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að Ísland nái góðum samningi í því ferli. Ísland er afar mikilvægt og afkastamikið fiskveiðiríki sem hefur margt fram að færa.“ Creighton var síðast hér á landi í nóvember 2011. Þá birtum við viðtal við hana hér á Vísi um ýmis mál sem tengjast Evrópusambandinu og veru Íra þar. Það má nálgast hér. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fleiri fréttir Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Sjá meira
Evrópumálaráðherra Íra, sem fara nú með formennsku í ESB, telur að Íslendingar geti fengið sérlausn um sjávarútveg í samningaviðræðum við sambandið. Hún telur lausn makríldeilunnar felast í því að deiluaðilar sammælist um vísindalegar staðreyndir um makrílstofninn og því geti lausnin falist í frekari rannsóknum á stofninum. Lucinda Creighton, hinn ungi en reynslumikli Evrópumálaráðherra Íra, er hér á landi í annað sinn á skömmum tíma en Írar tóku við formennsku í ESB um áramótin af kýpur. Creighton átti fund með Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra þar sem þau fóru yfir það sem hæst bar á góma í viðræðum Íslands við sambandið. Þar var makríldeilan ekki undanskilin en deilan hefur verið sögð seinka því að Íslendingar geti lagt fram opnunarviðmið um sjávarútveg og þannig hafið formlega viðræður um þann málaflokk. Málið er viðkvæmt, en hvorki fulltrúar Evrópusambandsins né íslensk stjórnvöld hafa opinberlega viðurkennt að makríldeilan hafi tafið að viðræður um sjávarútvegskaflann gætu hafist. Þá samþykkti Evrópuþingið í fyrra lögfestingu tilskipunar um refsiaðgerðir gegn ríkjum sem stunda ósjálfbærar veiðar á stofnum sem deilt er um (lesist, makríl). Þessari tilskipun hefur hins vegar ekki verið beitt, þótt kallað hafi verið eftir því, meðal annars af Richard Benyon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Bretlands. Creighton segir í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að lausn á makríldeilunni geti falist í frekari rannsóknum á stofninum, sem er flökkustofn. Um ótvíræða hagsmuni er að ræða fyrir íslenskt efnahagslíf en makríllinn skilaði þjóðarbúinu 25 milljörðum króna á árinu 2011. Upphæðin er svipuð fyrir 2012 þótt staðfestar tölur liggi ekki fyrir. Ekki þarf að velkjast í vafa um hversu mikilvægar makrílveiðarnar eru Íslendingum og hversu stóran þátt þær áttu í viðsnúningi í rekstri margra sjávarútvegsfyrirtækja. Þá þarf ekki að minnast á afleidd áhrif eins og fjárfestingar vegna aukinna tekna.Það er vísindaleg staðreynd að stærstan hluta lífmassa tegundarinnar er að finna innan íslenskrar lögsögu. Er það ekki ósanngjörn afstaða af hálfu ESB að eigna sér 90% af makrílkvótanum og ætla Íslendingum að deila 10% með Færeyjum og Rússlandi? „Ég ætla ekki að fara út í rökræður um hvað sé sanngjarnt en flökkumynstur þessarar tegundar er auðvitað breytingum háð frá ári til árs. Mér skilst að umfangsmikil talning fari fram á makrílstofninum næsta sumar. Það mun hjálpa okkur að taka ákvörðun. Oft er ágreiningur um vísindaleg gögn og þau eru túlkuð með mismunandi hætti og kynnt með ólíkum hætti hjá aðildarríkjum. Í kjölfar talningarinnar næsta sumar munu menn vonandi verða sammála um niðurstöðurnar og ég tel að þær verði mikilvægur grunnur fyrir samningaviðræður og endanlega niðurstöðu hvað varðar samning sem verður ásættanlegur fyrir Ísland og hin ríkin,“ segir Creighton. Nú hefur verið ákveðið að hægja á aðildarviðræðum fram að kosningum. Engar nýir kaflar verða opnaðir. Creighton segir að í viðræðum um sjávarútveg, verði þær að veruleika, sé fullkomlega raunhæft að ná fram sérlausnum fyrir íslenskan sjávarútveg. „Hin sameiginlega fiskveiðistefna ESB snýst um að hámarka arð sjávarútvegs í allri Evrópu. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að Ísland nái góðum samningi í því ferli. Ísland er afar mikilvægt og afkastamikið fiskveiðiríki sem hefur margt fram að færa.“ Creighton var síðast hér á landi í nóvember 2011. Þá birtum við viðtal við hana hér á Vísi um ýmis mál sem tengjast Evrópusambandinu og veru Íra þar. Það má nálgast hér. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fleiri fréttir Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent