Innlent

Innanlandsflug liggur niðri

Allt innanlandsflug á vegum Flugfélags Íslands frá Reykjavíkurflugvelli liggur nú niðri vegna veðurs. Þrjár vélar áttu að fara í á tíunda tímanum í morgun til Akureyrar og Egilsstaða en brottför var seinkað til klukkan tíu mínútur yfir eitt. Önnur flug eru í athugun að því fram kemur á heimasíðu félagsins.

Ein vél á vegum flugfélagsins Ernis fór til Vestmannaeyja í morgun. Önnur flug eru í athugun og eru farþegar beðnir um að fylgjast með upplýsingum á heimasíðu félaganna eða á textavarpinu.

Heimasíða Flugfélags Íslands.


Tengdar fréttir

Ekkert ferðaveður á Norðurlandi

Mjög hvasst er á norðanverðu landinu og sömuleiðis á Vestfjörðum. Snjóþekja er á Holtavörðuheiði og ófært á Öxnadalsheiði og Möðrudalsöræfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×