"Maður sat bara stjarfur" Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. janúar 2013 14:06 Klapptré með áritunum stjarnanna sem tóku þátt í gerð kvikmyndarinnar Django Unchained var selt á rúma hálfa milljón króna á uppboði á Ebay í gær. „Á síðustu sekúndunum þaut þetta aðeins upp. Menn biðu fram á síðustu sekúndu til að reyna að ná því," segir Guðmundur Felix Grétarsson. Klapptréð var selt til styrktar handaágræðslu sem fyrirhuguð er hjá honum á árinu en Guðmundur Felix missti báðar hendur í vinnuslysi fyrir fimmtán árum. Guðmundur Felix fékk klapptréð að gjöf fyrr í mánuðinum en föðursystir hans, Heba Þórisdóttir yfirmaður förðunardeildar Djano Unchained, fékk Quentin Tarantino og þekkta leikara myndarinnar til þess að árita það. Meðal þeirra sem árituðu spjaldið voru Leonardo DiCaprio, Jamie Foxx, Christoph Waltz og Samuel L. Jackson. „Maður sat bara stjarfur," segir Guðmundur Felix um augnablikið þegar tíminn til þess að bjóða í tréð rann út. Hann segir upphæðina, 4.250 dollara eða um 540 þúsund krónur, í sjálfu sér litla í stóra samhenginu en kann vel að meta hana. Aðgerðin ein og sér kostar um fjörutíu milljónir króna en hana hefur Guðmundi Felix tekist að fjármagna.Guðmundur Felix með klapptréð.„Þetta var mjög skemmtileg viðbót og gaman að fá hana úr þessari átt. Bara skemmtileg gjöf og gaman að fá svona aukalega í sjóðinn," segir Guðmundur Felix sem reiknar með því að flytja til Frakklands í mars. Hann rennir þó að nokkru leyti blint í sjóinn. Menn hafa þurft að bíða allt frá einum mánuði upp í níu mánuði eftir gjafa enda engin leið að áætla hvenær gjafi lætur lífið.Leonardo Di Caprio í hlutverki sínu í myndinni.„Þegar ég fékk lifur á sínum tíma beið ég hérna heima og fékk sjúkraflug út þegar þetta var tilbúið. Nú ber ég allan kostnaðinn sjálfur og hef ekkert efni á einkaþotu. Þannig að ég verð að bíða úti," segir Guðmundur Felix sem vonast til þess að geta verið sem lengst í endurhæfingu ytra að aðgerð lokinni. „Taugarnar vaxa um millimetra á dag og þær eru tvö ár að vaxa út í fingurna ef allt gengur eins og best verður á kosið. Nú vonast maður til þess að geta verið eins lengi og mögulegt er í endurhæfingu hjá þeim til að hámarka það sem maður getur fengið út úr þessu." Óhætt er að segja að Guðmundur Felix sé með húmor fyrir sjálfum sér og aðstæðum sínum. Í símaskrá Já.is er hann titlaður handlangari. Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Klapptré með áritunum stjarnanna sem tóku þátt í gerð kvikmyndarinnar Django Unchained var selt á rúma hálfa milljón króna á uppboði á Ebay í gær. „Á síðustu sekúndunum þaut þetta aðeins upp. Menn biðu fram á síðustu sekúndu til að reyna að ná því," segir Guðmundur Felix Grétarsson. Klapptréð var selt til styrktar handaágræðslu sem fyrirhuguð er hjá honum á árinu en Guðmundur Felix missti báðar hendur í vinnuslysi fyrir fimmtán árum. Guðmundur Felix fékk klapptréð að gjöf fyrr í mánuðinum en föðursystir hans, Heba Þórisdóttir yfirmaður förðunardeildar Djano Unchained, fékk Quentin Tarantino og þekkta leikara myndarinnar til þess að árita það. Meðal þeirra sem árituðu spjaldið voru Leonardo DiCaprio, Jamie Foxx, Christoph Waltz og Samuel L. Jackson. „Maður sat bara stjarfur," segir Guðmundur Felix um augnablikið þegar tíminn til þess að bjóða í tréð rann út. Hann segir upphæðina, 4.250 dollara eða um 540 þúsund krónur, í sjálfu sér litla í stóra samhenginu en kann vel að meta hana. Aðgerðin ein og sér kostar um fjörutíu milljónir króna en hana hefur Guðmundi Felix tekist að fjármagna.Guðmundur Felix með klapptréð.„Þetta var mjög skemmtileg viðbót og gaman að fá hana úr þessari átt. Bara skemmtileg gjöf og gaman að fá svona aukalega í sjóðinn," segir Guðmundur Felix sem reiknar með því að flytja til Frakklands í mars. Hann rennir þó að nokkru leyti blint í sjóinn. Menn hafa þurft að bíða allt frá einum mánuði upp í níu mánuði eftir gjafa enda engin leið að áætla hvenær gjafi lætur lífið.Leonardo Di Caprio í hlutverki sínu í myndinni.„Þegar ég fékk lifur á sínum tíma beið ég hérna heima og fékk sjúkraflug út þegar þetta var tilbúið. Nú ber ég allan kostnaðinn sjálfur og hef ekkert efni á einkaþotu. Þannig að ég verð að bíða úti," segir Guðmundur Felix sem vonast til þess að geta verið sem lengst í endurhæfingu ytra að aðgerð lokinni. „Taugarnar vaxa um millimetra á dag og þær eru tvö ár að vaxa út í fingurna ef allt gengur eins og best verður á kosið. Nú vonast maður til þess að geta verið eins lengi og mögulegt er í endurhæfingu hjá þeim til að hámarka það sem maður getur fengið út úr þessu." Óhætt er að segja að Guðmundur Felix sé með húmor fyrir sjálfum sér og aðstæðum sínum. Í símaskrá Já.is er hann titlaður handlangari.
Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira