"Maður sat bara stjarfur" Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. janúar 2013 14:06 Klapptré með áritunum stjarnanna sem tóku þátt í gerð kvikmyndarinnar Django Unchained var selt á rúma hálfa milljón króna á uppboði á Ebay í gær. „Á síðustu sekúndunum þaut þetta aðeins upp. Menn biðu fram á síðustu sekúndu til að reyna að ná því," segir Guðmundur Felix Grétarsson. Klapptréð var selt til styrktar handaágræðslu sem fyrirhuguð er hjá honum á árinu en Guðmundur Felix missti báðar hendur í vinnuslysi fyrir fimmtán árum. Guðmundur Felix fékk klapptréð að gjöf fyrr í mánuðinum en föðursystir hans, Heba Þórisdóttir yfirmaður förðunardeildar Djano Unchained, fékk Quentin Tarantino og þekkta leikara myndarinnar til þess að árita það. Meðal þeirra sem árituðu spjaldið voru Leonardo DiCaprio, Jamie Foxx, Christoph Waltz og Samuel L. Jackson. „Maður sat bara stjarfur," segir Guðmundur Felix um augnablikið þegar tíminn til þess að bjóða í tréð rann út. Hann segir upphæðina, 4.250 dollara eða um 540 þúsund krónur, í sjálfu sér litla í stóra samhenginu en kann vel að meta hana. Aðgerðin ein og sér kostar um fjörutíu milljónir króna en hana hefur Guðmundi Felix tekist að fjármagna.Guðmundur Felix með klapptréð.„Þetta var mjög skemmtileg viðbót og gaman að fá hana úr þessari átt. Bara skemmtileg gjöf og gaman að fá svona aukalega í sjóðinn," segir Guðmundur Felix sem reiknar með því að flytja til Frakklands í mars. Hann rennir þó að nokkru leyti blint í sjóinn. Menn hafa þurft að bíða allt frá einum mánuði upp í níu mánuði eftir gjafa enda engin leið að áætla hvenær gjafi lætur lífið.Leonardo Di Caprio í hlutverki sínu í myndinni.„Þegar ég fékk lifur á sínum tíma beið ég hérna heima og fékk sjúkraflug út þegar þetta var tilbúið. Nú ber ég allan kostnaðinn sjálfur og hef ekkert efni á einkaþotu. Þannig að ég verð að bíða úti," segir Guðmundur Felix sem vonast til þess að geta verið sem lengst í endurhæfingu ytra að aðgerð lokinni. „Taugarnar vaxa um millimetra á dag og þær eru tvö ár að vaxa út í fingurna ef allt gengur eins og best verður á kosið. Nú vonast maður til þess að geta verið eins lengi og mögulegt er í endurhæfingu hjá þeim til að hámarka það sem maður getur fengið út úr þessu." Óhætt er að segja að Guðmundur Felix sé með húmor fyrir sjálfum sér og aðstæðum sínum. Í símaskrá Já.is er hann titlaður handlangari. Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Klapptré með áritunum stjarnanna sem tóku þátt í gerð kvikmyndarinnar Django Unchained var selt á rúma hálfa milljón króna á uppboði á Ebay í gær. „Á síðustu sekúndunum þaut þetta aðeins upp. Menn biðu fram á síðustu sekúndu til að reyna að ná því," segir Guðmundur Felix Grétarsson. Klapptréð var selt til styrktar handaágræðslu sem fyrirhuguð er hjá honum á árinu en Guðmundur Felix missti báðar hendur í vinnuslysi fyrir fimmtán árum. Guðmundur Felix fékk klapptréð að gjöf fyrr í mánuðinum en föðursystir hans, Heba Þórisdóttir yfirmaður förðunardeildar Djano Unchained, fékk Quentin Tarantino og þekkta leikara myndarinnar til þess að árita það. Meðal þeirra sem árituðu spjaldið voru Leonardo DiCaprio, Jamie Foxx, Christoph Waltz og Samuel L. Jackson. „Maður sat bara stjarfur," segir Guðmundur Felix um augnablikið þegar tíminn til þess að bjóða í tréð rann út. Hann segir upphæðina, 4.250 dollara eða um 540 þúsund krónur, í sjálfu sér litla í stóra samhenginu en kann vel að meta hana. Aðgerðin ein og sér kostar um fjörutíu milljónir króna en hana hefur Guðmundi Felix tekist að fjármagna.Guðmundur Felix með klapptréð.„Þetta var mjög skemmtileg viðbót og gaman að fá hana úr þessari átt. Bara skemmtileg gjöf og gaman að fá svona aukalega í sjóðinn," segir Guðmundur Felix sem reiknar með því að flytja til Frakklands í mars. Hann rennir þó að nokkru leyti blint í sjóinn. Menn hafa þurft að bíða allt frá einum mánuði upp í níu mánuði eftir gjafa enda engin leið að áætla hvenær gjafi lætur lífið.Leonardo Di Caprio í hlutverki sínu í myndinni.„Þegar ég fékk lifur á sínum tíma beið ég hérna heima og fékk sjúkraflug út þegar þetta var tilbúið. Nú ber ég allan kostnaðinn sjálfur og hef ekkert efni á einkaþotu. Þannig að ég verð að bíða úti," segir Guðmundur Felix sem vonast til þess að geta verið sem lengst í endurhæfingu ytra að aðgerð lokinni. „Taugarnar vaxa um millimetra á dag og þær eru tvö ár að vaxa út í fingurna ef allt gengur eins og best verður á kosið. Nú vonast maður til þess að geta verið eins lengi og mögulegt er í endurhæfingu hjá þeim til að hámarka það sem maður getur fengið út úr þessu." Óhætt er að segja að Guðmundur Felix sé með húmor fyrir sjálfum sér og aðstæðum sínum. Í símaskrá Já.is er hann titlaður handlangari.
Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira