"Maður sat bara stjarfur" Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. janúar 2013 14:06 Klapptré með áritunum stjarnanna sem tóku þátt í gerð kvikmyndarinnar Django Unchained var selt á rúma hálfa milljón króna á uppboði á Ebay í gær. „Á síðustu sekúndunum þaut þetta aðeins upp. Menn biðu fram á síðustu sekúndu til að reyna að ná því," segir Guðmundur Felix Grétarsson. Klapptréð var selt til styrktar handaágræðslu sem fyrirhuguð er hjá honum á árinu en Guðmundur Felix missti báðar hendur í vinnuslysi fyrir fimmtán árum. Guðmundur Felix fékk klapptréð að gjöf fyrr í mánuðinum en föðursystir hans, Heba Þórisdóttir yfirmaður förðunardeildar Djano Unchained, fékk Quentin Tarantino og þekkta leikara myndarinnar til þess að árita það. Meðal þeirra sem árituðu spjaldið voru Leonardo DiCaprio, Jamie Foxx, Christoph Waltz og Samuel L. Jackson. „Maður sat bara stjarfur," segir Guðmundur Felix um augnablikið þegar tíminn til þess að bjóða í tréð rann út. Hann segir upphæðina, 4.250 dollara eða um 540 þúsund krónur, í sjálfu sér litla í stóra samhenginu en kann vel að meta hana. Aðgerðin ein og sér kostar um fjörutíu milljónir króna en hana hefur Guðmundi Felix tekist að fjármagna.Guðmundur Felix með klapptréð.„Þetta var mjög skemmtileg viðbót og gaman að fá hana úr þessari átt. Bara skemmtileg gjöf og gaman að fá svona aukalega í sjóðinn," segir Guðmundur Felix sem reiknar með því að flytja til Frakklands í mars. Hann rennir þó að nokkru leyti blint í sjóinn. Menn hafa þurft að bíða allt frá einum mánuði upp í níu mánuði eftir gjafa enda engin leið að áætla hvenær gjafi lætur lífið.Leonardo Di Caprio í hlutverki sínu í myndinni.„Þegar ég fékk lifur á sínum tíma beið ég hérna heima og fékk sjúkraflug út þegar þetta var tilbúið. Nú ber ég allan kostnaðinn sjálfur og hef ekkert efni á einkaþotu. Þannig að ég verð að bíða úti," segir Guðmundur Felix sem vonast til þess að geta verið sem lengst í endurhæfingu ytra að aðgerð lokinni. „Taugarnar vaxa um millimetra á dag og þær eru tvö ár að vaxa út í fingurna ef allt gengur eins og best verður á kosið. Nú vonast maður til þess að geta verið eins lengi og mögulegt er í endurhæfingu hjá þeim til að hámarka það sem maður getur fengið út úr þessu." Óhætt er að segja að Guðmundur Felix sé með húmor fyrir sjálfum sér og aðstæðum sínum. Í símaskrá Já.is er hann titlaður handlangari. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Klapptré með áritunum stjarnanna sem tóku þátt í gerð kvikmyndarinnar Django Unchained var selt á rúma hálfa milljón króna á uppboði á Ebay í gær. „Á síðustu sekúndunum þaut þetta aðeins upp. Menn biðu fram á síðustu sekúndu til að reyna að ná því," segir Guðmundur Felix Grétarsson. Klapptréð var selt til styrktar handaágræðslu sem fyrirhuguð er hjá honum á árinu en Guðmundur Felix missti báðar hendur í vinnuslysi fyrir fimmtán árum. Guðmundur Felix fékk klapptréð að gjöf fyrr í mánuðinum en föðursystir hans, Heba Þórisdóttir yfirmaður förðunardeildar Djano Unchained, fékk Quentin Tarantino og þekkta leikara myndarinnar til þess að árita það. Meðal þeirra sem árituðu spjaldið voru Leonardo DiCaprio, Jamie Foxx, Christoph Waltz og Samuel L. Jackson. „Maður sat bara stjarfur," segir Guðmundur Felix um augnablikið þegar tíminn til þess að bjóða í tréð rann út. Hann segir upphæðina, 4.250 dollara eða um 540 þúsund krónur, í sjálfu sér litla í stóra samhenginu en kann vel að meta hana. Aðgerðin ein og sér kostar um fjörutíu milljónir króna en hana hefur Guðmundi Felix tekist að fjármagna.Guðmundur Felix með klapptréð.„Þetta var mjög skemmtileg viðbót og gaman að fá hana úr þessari átt. Bara skemmtileg gjöf og gaman að fá svona aukalega í sjóðinn," segir Guðmundur Felix sem reiknar með því að flytja til Frakklands í mars. Hann rennir þó að nokkru leyti blint í sjóinn. Menn hafa þurft að bíða allt frá einum mánuði upp í níu mánuði eftir gjafa enda engin leið að áætla hvenær gjafi lætur lífið.Leonardo Di Caprio í hlutverki sínu í myndinni.„Þegar ég fékk lifur á sínum tíma beið ég hérna heima og fékk sjúkraflug út þegar þetta var tilbúið. Nú ber ég allan kostnaðinn sjálfur og hef ekkert efni á einkaþotu. Þannig að ég verð að bíða úti," segir Guðmundur Felix sem vonast til þess að geta verið sem lengst í endurhæfingu ytra að aðgerð lokinni. „Taugarnar vaxa um millimetra á dag og þær eru tvö ár að vaxa út í fingurna ef allt gengur eins og best verður á kosið. Nú vonast maður til þess að geta verið eins lengi og mögulegt er í endurhæfingu hjá þeim til að hámarka það sem maður getur fengið út úr þessu." Óhætt er að segja að Guðmundur Felix sé með húmor fyrir sjálfum sér og aðstæðum sínum. Í símaskrá Já.is er hann titlaður handlangari.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira