Femínistar fagna takmörkunum á aðgangi að klámi 27. janúar 2013 15:04 Úr starfi Femínistafélagsins. Femínistafélags Íslands fagnar því að í innanríkisráðuneytinu sé nú leitað leiða til að takmarka útbreiðslu og aðgengi að klámi sem er ofbeldis- og hatursfullt. Þetta kemur fram í ályktun sem félagið sendi fjölmiðlum í dag. Í tilkynningunni segir að um leið sé tilefni til að fagna aukinni áherslu á forvarnir gegn og vitundarvakningu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum sem ráðuneyti mennta-, velferðar- og innanríkismála hafa staðið að í samstarfi við utanaðkomandi aðila. Þá fylgir tilkynningunni greinargerð sem má lesa hér að neðan. GreinargerðFemínistafélagið bendir á að ofbeldisfullt klám verður æ algengara, sér í lagi á netinu, þar sem að mörkin eru alltaf að færast lengra út á jaðarinn. Nú er svo komið að það sem áður var talið klám má sjá í poppmenningu s.s. tónlistarmyndböndum, á meðan að efni sem gengur miklu lengra og getur verið mjög ofbeldisfullt auk þess að vera niðurlægjandi, er orðið mjög algengt og aðgengilegt. Aukning ofbeldis í klámi er ekki síst sorgleg í ljósi þess að hér er ekki um að ræða sviðsett slagsmálaatriði eins og í hasarmyndum, heldur raunverulega beitingu ofbeldis á fólki sem leikur í klámmyndum. Ofbeldi í klámi veitir mjög brenglaða mynd af kynlífi, því sem ætti að vera það fallegasta og eðlilegasta í lífi hvers og eins, og er skelfilegt hve aðgengilegt slíkt klám er fyrir börn og unglinga á veraldarvefnum. Knýjandi spurning er hverjir hagnast í raun á klámi, ekki síst þegar litið er til þess að fagaðilar sem starfa við rannsóknir brota, með sakborningum eða brotaþolum telja að áhrifa kláms gæti í kynferðislegu ofbeldi. T.d. merkja starfsmenn kynferðisbrotadeildar lögreglu augljós áhrif kláms í mörgum þeim kynferðisbrotamálum sem inn á þeirra borð koma. Það er því góða gjalda vert að leita leiða til að geta takmarkað þá ofbeldisvá sem klám hefur í för með sér og verður áhugavert að sjá niðurstöður starfshóps sem innanríkisráðherra tilkynnti ríkisstjórn að til stæði að stofna 22. janúar síðastliðinn. Þá er jákvætt að til standi að skilgreina betur hvað felst í hugtakinu klám, en samkvæmt 210. gr. almennra hegningarlaga sætir það m.a. refsingu að birta klám á prenti, sem og að búa til, flytja inn í útbreiðsluskyni, selja, útbýta eða dreifa klámritum, klámmyndum eða öðrum slíkum hlutum eða hafa þá opinberlega til sýnis. Í lögum er hins vegar ekki að finna skilgreiningu á hugtakinu klám og vonast Femínistafélagið til þess að með góðri vinnu verði hægt að bæta úr því. Femínistafélagið fagnar ennfremur aukinni áherslu á forvarnir gegn kynferðisofbeldi, með átakinu Vitundarvakning um kynferðisofbeldi gegn börnum. M.a. er mikilvægt skref stigið í kynfræðslu á Íslandi með stuttmyndinni Fáðu Já sem verður frumsýnd á næstunni og fjallar um mörkin milli kynlífs og ofbeldis og leitast við að vega upp á móti áhrifum kláms og klámvæðingar. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Sjá meira
Femínistafélags Íslands fagnar því að í innanríkisráðuneytinu sé nú leitað leiða til að takmarka útbreiðslu og aðgengi að klámi sem er ofbeldis- og hatursfullt. Þetta kemur fram í ályktun sem félagið sendi fjölmiðlum í dag. Í tilkynningunni segir að um leið sé tilefni til að fagna aukinni áherslu á forvarnir gegn og vitundarvakningu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum sem ráðuneyti mennta-, velferðar- og innanríkismála hafa staðið að í samstarfi við utanaðkomandi aðila. Þá fylgir tilkynningunni greinargerð sem má lesa hér að neðan. GreinargerðFemínistafélagið bendir á að ofbeldisfullt klám verður æ algengara, sér í lagi á netinu, þar sem að mörkin eru alltaf að færast lengra út á jaðarinn. Nú er svo komið að það sem áður var talið klám má sjá í poppmenningu s.s. tónlistarmyndböndum, á meðan að efni sem gengur miklu lengra og getur verið mjög ofbeldisfullt auk þess að vera niðurlægjandi, er orðið mjög algengt og aðgengilegt. Aukning ofbeldis í klámi er ekki síst sorgleg í ljósi þess að hér er ekki um að ræða sviðsett slagsmálaatriði eins og í hasarmyndum, heldur raunverulega beitingu ofbeldis á fólki sem leikur í klámmyndum. Ofbeldi í klámi veitir mjög brenglaða mynd af kynlífi, því sem ætti að vera það fallegasta og eðlilegasta í lífi hvers og eins, og er skelfilegt hve aðgengilegt slíkt klám er fyrir börn og unglinga á veraldarvefnum. Knýjandi spurning er hverjir hagnast í raun á klámi, ekki síst þegar litið er til þess að fagaðilar sem starfa við rannsóknir brota, með sakborningum eða brotaþolum telja að áhrifa kláms gæti í kynferðislegu ofbeldi. T.d. merkja starfsmenn kynferðisbrotadeildar lögreglu augljós áhrif kláms í mörgum þeim kynferðisbrotamálum sem inn á þeirra borð koma. Það er því góða gjalda vert að leita leiða til að geta takmarkað þá ofbeldisvá sem klám hefur í för með sér og verður áhugavert að sjá niðurstöður starfshóps sem innanríkisráðherra tilkynnti ríkisstjórn að til stæði að stofna 22. janúar síðastliðinn. Þá er jákvætt að til standi að skilgreina betur hvað felst í hugtakinu klám, en samkvæmt 210. gr. almennra hegningarlaga sætir það m.a. refsingu að birta klám á prenti, sem og að búa til, flytja inn í útbreiðsluskyni, selja, útbýta eða dreifa klámritum, klámmyndum eða öðrum slíkum hlutum eða hafa þá opinberlega til sýnis. Í lögum er hins vegar ekki að finna skilgreiningu á hugtakinu klám og vonast Femínistafélagið til þess að með góðri vinnu verði hægt að bæta úr því. Femínistafélagið fagnar ennfremur aukinni áherslu á forvarnir gegn kynferðisofbeldi, með átakinu Vitundarvakning um kynferðisofbeldi gegn börnum. M.a. er mikilvægt skref stigið í kynfræðslu á Íslandi með stuttmyndinni Fáðu Já sem verður frumsýnd á næstunni og fjallar um mörkin milli kynlífs og ofbeldis og leitast við að vega upp á móti áhrifum kláms og klámvæðingar.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Sjá meira