Innlent

Árni Johnsen ekki á meðal fimm efstu

Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, er ekki á meðal fimm efstu á lista þegar um helmingur atkvæða í prófkjöri flokksins í kjördæminu hefur verið talinn.

Ragnheiður Elín Árnadóttir er í fyrsta sæti þegar 2082 atkvæði hafa verið talin. Áætlað er að rúmlega fjögur þúsund atkvæði hafi verið greidd. Því sé hlutfall taldra atkvæða um 50%.

Árni Johnsen hefur setið á þingi fyrir Suðurkjördæmi síðan 2007. Áður sat hann á þingi frá 1983-1987 og aftur frá 1991-2001. Árni vildi ekki tjá sig við fréttastofu fyrr en niðurstaða kjörsins lægi fyrir.


Tengdar fréttir

Ragnheiður Elín enn í fyrsta sæti

Ragnheiður Elín Árnadóttir er í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Eftir á að telja um fjórðung atkvæða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×